Lotta lærði tísku í Central Saint Martins í London, og byrjaði að hanna og sauma föt á sjálfa sig þegar hún fór að fara út á lífið. Síðan fór boltinn að rúlla og ýmsar búðir fóru að kaupa vörurnar hennar. Hún hefur verið viðloðinn tískubransann síðan þá, en fékk fyrst mikla athygli eftir að hún kynntist þeim Gosha Rubinsky og Demna Gvasalia.
Í dag vinnur hún mest með Demna Gvasalia og Gosha Rubinsky, og er fataskápurinn hennar fullur af öfundsverðum fatnaði frá Vetements og Balenciaga.
Alltaf gaman að öðruvísi og skemmtilegum týpum eins og Lottu!





