Druslugangan 2017: Áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi Ritstjórn skrifar 28. júlí 2017 12:15 ,,Við verðum að draga umræðuna fram í dagsljósið og hætta að skella skömminni á þolendur," segir Helga Lind Mar, ein af skipuleggjendum göngunnar, í viðtali við Glamour. Druslugangan verður haldin á morgun, þann 29. júlí. Dagskráin hefst kl 14:00 hjá Hallgrímskirkju og verður þaðan gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og niður á Austurvöll. Steiney Snorradóttir og Jóhanna Rakel verða kynnar hátíðarinnar í ár og einnig verða ræðuhöld og tónlistaratriði, þar sem Between Mountains, Hildur og Glowie koma fram. Í fyrra mættu 15-20 þúsund manns í gönguna og vonast aðstandendur hennar að sjá enn fleiri þetta árið. Með Druslugöngunni er verið að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum og yfir á gerendur. Áhersla göngunnar að sinni er á stafrænt kynferðisofbeldi, og segir Helga Lind það vera vegna umræðu í þjóðfélaginu síðustu mánuði. Í tengslum við gönguna kom bókin Ég er Drusla út í síðasta mánuði. ,,Við gerð bókarinnar fengum við til okkar nokkra listamenn og gáfum þeim í rauninni bara auðan striga til að túlka sína upplifun og stemningu í göngunni," segir Helga Lind. ,,Þetta er meira en bara ein ganga á ári, þetta er hreyfing." Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum. Grafískir hönnuðir göngunnar í ár hönnuðu útlit keppninar, og er hægt að kaupa fatnað eins og derhúfur og hettupeysur. Helga Lind segir mikla þörf á göngu sem þessari og hún búi til rými fyrir þolendur og aðstandendur kynferðisofbeldis til að stíga fram. Hægt er að finna meiri upplýsingar á Facebook-síðu Druslugöngunnar. Mest lesið Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Kim og Kanye hanna barnaföt Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Vissi ekki að foreldrar sínir væru frægir Glamour Halda upp á fertugsafmæli á Bahamas Glamour Fjölskyldan saman í tónlistarmyndbandi Jay-Z Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Zara auðveldar verslun á netinu til muna Glamour
,,Við verðum að draga umræðuna fram í dagsljósið og hætta að skella skömminni á þolendur," segir Helga Lind Mar, ein af skipuleggjendum göngunnar, í viðtali við Glamour. Druslugangan verður haldin á morgun, þann 29. júlí. Dagskráin hefst kl 14:00 hjá Hallgrímskirkju og verður þaðan gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og niður á Austurvöll. Steiney Snorradóttir og Jóhanna Rakel verða kynnar hátíðarinnar í ár og einnig verða ræðuhöld og tónlistaratriði, þar sem Between Mountains, Hildur og Glowie koma fram. Í fyrra mættu 15-20 þúsund manns í gönguna og vonast aðstandendur hennar að sjá enn fleiri þetta árið. Með Druslugöngunni er verið að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum og yfir á gerendur. Áhersla göngunnar að sinni er á stafrænt kynferðisofbeldi, og segir Helga Lind það vera vegna umræðu í þjóðfélaginu síðustu mánuði. Í tengslum við gönguna kom bókin Ég er Drusla út í síðasta mánuði. ,,Við gerð bókarinnar fengum við til okkar nokkra listamenn og gáfum þeim í rauninni bara auðan striga til að túlka sína upplifun og stemningu í göngunni," segir Helga Lind. ,,Þetta er meira en bara ein ganga á ári, þetta er hreyfing." Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum. Grafískir hönnuðir göngunnar í ár hönnuðu útlit keppninar, og er hægt að kaupa fatnað eins og derhúfur og hettupeysur. Helga Lind segir mikla þörf á göngu sem þessari og hún búi til rými fyrir þolendur og aðstandendur kynferðisofbeldis til að stíga fram. Hægt er að finna meiri upplýsingar á Facebook-síðu Druslugöngunnar.
Mest lesið Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Kim og Kanye hanna barnaföt Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Vissi ekki að foreldrar sínir væru frægir Glamour Halda upp á fertugsafmæli á Bahamas Glamour Fjölskyldan saman í tónlistarmyndbandi Jay-Z Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Zara auðveldar verslun á netinu til muna Glamour