Bleiki liturinn er mættur og vinsælli sem aldrei fyrr. Liturinn kemur í fjölmörgum ólíkum tónum en núna á hann að vera í ljósari kantinum, eða fölbleikur en tískuspekúlantar hafa skírt þennan bleika tón sem núna er vinsæll, "millenial pink".
Í gegnum árin hefur bleikur verið kallaður stelpulitur en sú er ekki raunin í dag enda hefur flestum boðum og bönnum í tískuheiminum verið kastað út um gluggann núna. Bleikur er fyrir alla og um að gera að prufa sig áfram. Hér er smá innblástur.






