Stólarnir langt frá því hættir að reyna við þann stóra: Axel Kárason á heimleið Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 19:06 Tindastóll ætlar svo sannarlega ekki að leggja árar í bát í Domino´s-deild karla í körfubolta þrátt fyrir að fá 3-1 skell í átta liða úrslitum deildarinnar á móti Keflavík á þessu tímabili. Stólarnir hafa ætlað sér stóra hluti síðustu þrjú tímabil og verið með lið til að gera atlögu að titlinum en það hefur ekki tekist. Svo virðist sem Skagfirðingar ætli að gera aðra tilraun til að vinna þann stóra á næstu leiktíð. Tindastóll er nefnilega búið að semja við íslenska landsliðsmanninn Axel Kárason og mun hann leika með uppeldisfélagi sínu næstu tvö árin. Þetta kemur fram á skagfirsku fréttasíðunni Feykir.is. Axel er á mála hjá Svendborg Rabbits í Danmörku en liðið er 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Bakken Bears. Hann hefur spilað körfubolta í Danmörku samhliða því að vera í námi en hann er að læra dýralækninn. „Mér líst afskaplega vel á það að komast heim aftur. Þetta er orðinn drjúgur tími sem ég hef verið í burtu, síðan 2005 með millilendingu veturinn 2009-10. Ég ætla að láta vaða á eitt landsliðsverkefni í viðbót, og vonandi verð ég í lokahópnum sem fer til Finnlands,“ segir Axel við Feyki. Axel er gríðarlega sterkur leikmaður sem getur bæði spilað sem lítill og stór framherji. Hann er mjög góður varnarmaður sem er að skora fjögur stig að meðaltali í leik fyrir Kanínurnar í Danmörku á 20 mínútum. Dominos-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Sjá meira
Tindastóll ætlar svo sannarlega ekki að leggja árar í bát í Domino´s-deild karla í körfubolta þrátt fyrir að fá 3-1 skell í átta liða úrslitum deildarinnar á móti Keflavík á þessu tímabili. Stólarnir hafa ætlað sér stóra hluti síðustu þrjú tímabil og verið með lið til að gera atlögu að titlinum en það hefur ekki tekist. Svo virðist sem Skagfirðingar ætli að gera aðra tilraun til að vinna þann stóra á næstu leiktíð. Tindastóll er nefnilega búið að semja við íslenska landsliðsmanninn Axel Kárason og mun hann leika með uppeldisfélagi sínu næstu tvö árin. Þetta kemur fram á skagfirsku fréttasíðunni Feykir.is. Axel er á mála hjá Svendborg Rabbits í Danmörku en liðið er 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Bakken Bears. Hann hefur spilað körfubolta í Danmörku samhliða því að vera í námi en hann er að læra dýralækninn. „Mér líst afskaplega vel á það að komast heim aftur. Þetta er orðinn drjúgur tími sem ég hef verið í burtu, síðan 2005 með millilendingu veturinn 2009-10. Ég ætla að láta vaða á eitt landsliðsverkefni í viðbót, og vonandi verð ég í lokahópnum sem fer til Finnlands,“ segir Axel við Feyki. Axel er gríðarlega sterkur leikmaður sem getur bæði spilað sem lítill og stór framherji. Hann er mjög góður varnarmaður sem er að skora fjögur stig að meðaltali í leik fyrir Kanínurnar í Danmörku á 20 mínútum.
Dominos-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Sjá meira