Finnur Freyr: Hér er ég ennþá og þið hin getið haldið áfram að efast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 13:45 Finnur Freyr Stefánsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum á dögunum. Vísir/Andri Marinó Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, hefur náð sögulegum árangri á fyrstu fjórum tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki karla. Finnur hefur gert KR að Íslandsmeisturum öll fjögur árin og þreföldum meisturum undanfarin tvö tímabil. Alls hefur liðið unnið tíu stóra titla á fjórum tímabilum. Finnur var í vor fyrsti þjálfarinn sem vinnur úrslitakeppnina fjögur ár í röð og ennfremur fyrsti þjálfarinn frá 1973 sem vinnur fjóra Íslandsmeistaratitla í röð (Einar Ólafsson, fimm ár í röð 1969-1973). Finnur hefur á sama tíma náð einnig sögulegum árangri með tuttugu ára landsliðið sem og er hann í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem er á leiðinni á sitt annað Eurobasket í röð. Finnur er enn bara 34 ára gamall og var því bara þrítugur þegar hann tók við KR-liðinu á sínum tíma. Síðan þá hafa fullt af leikmönnum spilað með KR-liðinu sem eru eldri en hann. Þjálfarastaðan í KR er ekkert lamb að leika sér við og það var mikil pressa á Finn frá fyrsta degi. Hann hefur einnig mátt heyra gagnrýni og efasemdaraddir allan tímann. En ef einhver hefur unnið sér það inn að stinga aðeins upp í gagnrýnendur sínar þá er það þessi magnaði þjálfari úr Vesturbænum. Finnur nýtti tækifærið og skrifaði færslu inn á fésbókarsíðu sína. Þar fór hann meðal annars yfir það sem hann hefur heyrt um sig á þessum árum. „Óreyndur, of ungur, þarf sterkan mann með sér, mun ekki höndla pressuna, missir klefann, getur ekki unnið úrslitaleiki, ofmetinn, menn vinna aldrei a fyrsta ári, vinnur bara með besta kanann, hann ræður ekki við þennan hóp, allir gætu unnið með þetta lið.“ „En hér er ég ennþá, skrifandi mína eigin sögu með bros á vör. 4 ár - 10 stórir titlar - 3 minni og nokkur silfur - U20 a stórmót i fyrsta skipti - Eurobasket nr 2 framundan - fullt af frábærum minningum, sögum og skemmtilegum metum,“ skrifaði Finnur áður en hann þakkaði öllum fyrir stuðninginn. Hann endar síðan á þessum orðum: „Þið hin, gerið það, haldið áfram að efast.... „You can't let praise or criticism get to you. It's a weakness to get caught up in either one." - John Wooden Finnur getur haldið áfram að setja met með KR-liðinu á komandi tímabili. Það hefur þannig ekkert félag unnið fimm úrslitakeppnir í röð og þá hefur ekkert lið unnið tvöfalt (Íslandsmót+bikarkeppni) eða þrefalt (Íslandsmót+bikarkeppni+deild) þrjú ár í röð. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00 Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07 Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00 Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, hefur náð sögulegum árangri á fyrstu fjórum tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki karla. Finnur hefur gert KR að Íslandsmeisturum öll fjögur árin og þreföldum meisturum undanfarin tvö tímabil. Alls hefur liðið unnið tíu stóra titla á fjórum tímabilum. Finnur var í vor fyrsti þjálfarinn sem vinnur úrslitakeppnina fjögur ár í röð og ennfremur fyrsti þjálfarinn frá 1973 sem vinnur fjóra Íslandsmeistaratitla í röð (Einar Ólafsson, fimm ár í röð 1969-1973). Finnur hefur á sama tíma náð einnig sögulegum árangri með tuttugu ára landsliðið sem og er hann í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem er á leiðinni á sitt annað Eurobasket í röð. Finnur er enn bara 34 ára gamall og var því bara þrítugur þegar hann tók við KR-liðinu á sínum tíma. Síðan þá hafa fullt af leikmönnum spilað með KR-liðinu sem eru eldri en hann. Þjálfarastaðan í KR er ekkert lamb að leika sér við og það var mikil pressa á Finn frá fyrsta degi. Hann hefur einnig mátt heyra gagnrýni og efasemdaraddir allan tímann. En ef einhver hefur unnið sér það inn að stinga aðeins upp í gagnrýnendur sínar þá er það þessi magnaði þjálfari úr Vesturbænum. Finnur nýtti tækifærið og skrifaði færslu inn á fésbókarsíðu sína. Þar fór hann meðal annars yfir það sem hann hefur heyrt um sig á þessum árum. „Óreyndur, of ungur, þarf sterkan mann með sér, mun ekki höndla pressuna, missir klefann, getur ekki unnið úrslitaleiki, ofmetinn, menn vinna aldrei a fyrsta ári, vinnur bara með besta kanann, hann ræður ekki við þennan hóp, allir gætu unnið með þetta lið.“ „En hér er ég ennþá, skrifandi mína eigin sögu með bros á vör. 4 ár - 10 stórir titlar - 3 minni og nokkur silfur - U20 a stórmót i fyrsta skipti - Eurobasket nr 2 framundan - fullt af frábærum minningum, sögum og skemmtilegum metum,“ skrifaði Finnur áður en hann þakkaði öllum fyrir stuðninginn. Hann endar síðan á þessum orðum: „Þið hin, gerið það, haldið áfram að efast.... „You can't let praise or criticism get to you. It's a weakness to get caught up in either one." - John Wooden Finnur getur haldið áfram að setja met með KR-liðinu á komandi tímabili. Það hefur þannig ekkert félag unnið fimm úrslitakeppnir í röð og þá hefur ekkert lið unnið tvöfalt (Íslandsmót+bikarkeppni) eða þrefalt (Íslandsmót+bikarkeppni+deild) þrjú ár í röð.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00 Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07 Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00 Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00
Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07
Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00
Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00