Forsmekkur af haustinu hjá H&M Ritstjórn skrifar 12. maí 2017 15:30 Skjáskot Það hefur nú varla farið framhjá neinum að sænski verslanarisinn H&M er loksins að opna hér á landi í haust og því er extra gaman að fá smá forsmekk af því sem koma skal hjá keðjunni. Já, sumarið er varla komið en það er gott að vita að haustið lofar svo sannarlega góðu. Hér er smá brot af haustlínu H&M Studio sem kemur í verslanir í september, vonandi í tæka tíð fyrir opnun verslunarinnar hér á landi í Smáralind. Einföld snið og klæðaskerasniðnar línur, skandinavískt með töffaralegu yfirbragði en línan er innblásinn af New York. Herraleg snið í bland við grafísk prent. Lofar mjög góðu en andlit línunnar er fyrirsætan Grace Elizabeth. Þetta er bara smá forsmekkur af línunni en hún verður frumsýnd í heild sinni í ágúst. Við getum ekki beðið. Mest lesið Vann með Naomi Campbell fyrir D&G Glamour Karlie Kloss verður þáttastjórnandi í nýrri sjónvarpsseríu Glamour Zoe Saldana eignast sitt þriðja barn Glamour Baðar sig einu sinni í viku Glamour 81 árs í auglýsingu Dolce&Gabbana Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour Segir meðgönguna bjóða upp á fjölbreyttari fatastíl Glamour Airwaves 2017: Loð og aftur loð Glamour Tískudrottning í KALDA Glamour Smæstu húðflúrin í Hollywood Glamour
Það hefur nú varla farið framhjá neinum að sænski verslanarisinn H&M er loksins að opna hér á landi í haust og því er extra gaman að fá smá forsmekk af því sem koma skal hjá keðjunni. Já, sumarið er varla komið en það er gott að vita að haustið lofar svo sannarlega góðu. Hér er smá brot af haustlínu H&M Studio sem kemur í verslanir í september, vonandi í tæka tíð fyrir opnun verslunarinnar hér á landi í Smáralind. Einföld snið og klæðaskerasniðnar línur, skandinavískt með töffaralegu yfirbragði en línan er innblásinn af New York. Herraleg snið í bland við grafísk prent. Lofar mjög góðu en andlit línunnar er fyrirsætan Grace Elizabeth. Þetta er bara smá forsmekkur af línunni en hún verður frumsýnd í heild sinni í ágúst. Við getum ekki beðið.
Mest lesið Vann með Naomi Campbell fyrir D&G Glamour Karlie Kloss verður þáttastjórnandi í nýrri sjónvarpsseríu Glamour Zoe Saldana eignast sitt þriðja barn Glamour Baðar sig einu sinni í viku Glamour 81 árs í auglýsingu Dolce&Gabbana Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour Segir meðgönguna bjóða upp á fjölbreyttari fatastíl Glamour Airwaves 2017: Loð og aftur loð Glamour Tískudrottning í KALDA Glamour Smæstu húðflúrin í Hollywood Glamour