Fréttirnar tilkynntu þau, eins og sönnum stjörnum sæmir, á Instagram með mynd af Rosie í baðfötunum á strönd í sólríku umhverfi. Undir myndinni segir hún að það sé of snemmt til að segja um hvort kynið ræðir en að bæði séu þau mjög spennt að verða foreldrar í fyrsta sinn.
Þetta er greinilega tími stjarnanna til að fjölga sér og ljóst að 2017 verður stórt barnaár í Hollywood.