Vefur Sinfóníuhljómsveitarinnar valinn vefur ársins Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2017 13:30 Mynd af handhöfum verðlaunanna Vefur ársins. Gunnar Freyr Steinsson Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið valinn Vefur ársins 2016 af íslensku Vefverðlaununum. Hátt í fimm hundruð gestir mættu í Silfurberg í Hörpu þar sem verðlaunin voru afhent á föstudagskvöldið. Auk vef Sinfóníuhljómsveitarinnar sigraði Sjóvá í flokki stærri fyrirtækja og Tix.is fékk verðlaun fyrir bestu vefverslunina og fitsuccess.is í flokki vefkerfa. Í tilkynningu frá aðstandendum verðlaunahátíðarinnar segir að mikil gróska sé í vefiðnaðinum og það megi best sjá hve vel unnir og vandaðir vefir eru sem framleiddir eru á Íslandi í dag.Sjá má lista yfir sigurvegara hér að neðan. Sigurvegarar Íslensku vefverðlaunanna 2016:Vefur ársins: sinfonia.is Umsögn dómnefndar: Dómnefnd átti í töluverðum erfiðleikum með að komast að niðurstöðu um hvaða vefur verðskuldaði titilinn besti íslenski vefurinn 2016. Þar sem keppnin um þennan titil var virkilega jöfn og hörð enda um marga góða vefi að ræða þetta árið.Vefur ársins er svo sannarlega í takt við ímynd fyrirtækisins og styður hana vel. Vandað hefur verið til verka þvert á í öllu efni og er samspil þess afar vel útfært. Vefurinn veitir skemmtilegt innsæi í hvað fyrirtækið hefur upp á að bjóða með nýjum leiðum til að fanga athygli nýrra markhópa og kynslóða.Á vef ársins slá allir þættir vefsins í takt.Hönnun & viðmót: ueno.co Umsögn dómnefndar: Frábær hönnun og notendaviðmót eru kjarninn í farsælu stafrænu verkefni. Framúrskarandi notendaviðmót snýst um skýrleika, stöðugleika og einfaldleika. Í ár vill dómnefndin sérstaklega verðlauna einn vef sem sýnir einmitt þetta, á svo fallegan hátt. Afraksturinn sýnir fram á framúrskarandi auga fyrir sjónrænum smáatriðum, einföldu leiðarkerfi, en um leið virkilega öfluga listræna stjórnun sem skapar einstaklega ljúfa notendaupplifun.Fyrirtækjavefur (stærri): sjova.is Umsögn dómnefndar: Þessi vefur er gott dæmi um hvernig hægt er að taka nokkuð þurrt og tormelt viðfangsefni og setja það fram á einfaldan, skýran og áhugaverðan hátt. Notendaupplifunin er áreynslulaus, yfirsýn yfir helstu aðgerðir og þjónustu er til fyrirmyndar og myndefni og myndbönd glæði vefinn lífi. Þetta er endurhönnun og uppfærsla sem er til hreinnar fyrirmyndar.Fyrirtækjavefur (smærri): sinfonia.is Umsögn dómnefndar: Vefurinn er einstaklega stílhreinn, vel uppbyggður og styður virkilega vel við ímynd fyrirtækisins. Greinilega hefur verið unnið vel í texta, myndefni og myndböndum, og er samspil þessara þátta vel útfært. Segja má að með þessum vef hafi fyrirtækið ekki bara fært sig nær nútímanum heldur líka nær markhópi sínum og greitt aðgang hans að þjónustu sinni og vörum.Markaðsvefur ársins: Zero Financial Umsögn dómnefndar: Vel hannaður og stílhreinn vefur sem ber þess merki að nostrað hafi verið við hvert smáatriði. Framsetning efnis er frumleg og skemmtileg og einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Áhersla hefur verið lögð á að upplifunin sé ekki síðri á snjallsíma sem er einstaklega ánægjulegt. Hreyfigrafík er virkilega vel unnin og setur punktinn yfir i-ið þegar kemur að notendaupplifun.Vefkerfi ársins: fitsuccess.is Umsögn dómnefndar: Vefurinn er virkilega fallegur, vel hannaður og stútfullur af skemmtilegum fítusum. Allar aðgerðir eru skýrar sem gerir kerfið auðvelt í notkun fyrir bæði reynda og óreynda notendur. Ljóst er að mikil hugsun hefur farið í bæði hönnun og útfærslu sem skilar sér í ánægjulegri heildarupplifun. Vefurinn er kærkomin viðbót við flóru íslenskra vefja og kveikir í manni löngun til þess að gerast meðlimur og byrja í heilsuátaki.Innri vefur ársins: Þjónustuvefur Ljósleiðarans Umsögn dómnefndar: Innri vefur er þjónustusvæði sem hugsað er fyrir starfsmenn fyrirtækja, hvort sem það sé til að miðla upplýsingum til starfsmanna eða tól sem nýtist starfi við þjónustu viðskiptavina. Innri vefur ársins að þessu sinni er stílhreinn og fallegur vefur með öflugum verkfærum til þess að geta þjónustað viðskiptavini sína á einfaldan hátt. Starfsmenn ættu að geta unað vel við innrakerfi Þjónustuvefs Ljósleiðarans.Vefverslun ársins: Tix.is Umsögn dómnefndar: Vefurinn hefur á skömmum tíma skipað sér í sess stærstu vefverslana landsins. Einfaldur, aðgengilegur og vandaður eru orð sem lýsa vefnum vel. Yfirlit yfir vöruframboð er gott og kaupflæðið hraðvirkt og áreiðanlegt frá upphafi til enda. Nýjungar eins og tengingar við hraðgreiðslur (greiðsluöpp) hafa mælst vel fyrir og áður óséð virkni við sætaval er ágætlega útfært.Vefapp ársins: L.is Umsögn dómnefndar: Vefapp ársins að þessu sinni er eitt öflugasta vefappið um þessar mundir. Eigendur þess hafa skýra stefnu að byggja upp vefapp frekar en app, þjónustufulltrúum þess til mikillar ánægju. Vefappið er ríkt af eiginleikum og með þægilegu viðmóti sem hentar slíku tóli. Það fær reglulega mikla ást og er uppfært af miklum móði. Það virkar einstaklega vel á snjallsímum og spjaldtölvum.App ársins: kass App ársins í ár er eitt af mörgum öppum á Íslandi í dag sem vilja einfalda peningalíf landsmanna. Appið er stílhreint og með skýrt viðmót sem sækir innblástur í viðmót Snapchats. Á snöggan máta er hægt að koma upp greiðslumiðlun einkalífsins. Appið getur tekið mynd af reikningi og skipt honum til að rukka vini þína. Og nýjasta nýtt, appið getur keypt miða hjá Tix.is.Opinberi vefur ársins: hafnarfjordur.is Umsögn dómnefndar: Hlutverk opinberra vefja er að veita upplýsingar og þjónustu. Það er mat dómnefndar að virkilega vel hafi tekist til með vef Hafnarfjarðarbæjar. Hann er einfaldur og auðveldur í notkun, hann er vel upp byggður og leiðarkerfið skýrt. Aðaláherslan er lögð á að mæta þörfum markhópsins, en helstu aðgerðir eru dregnar fram og jafnframt er öflug leit í forgrunni.Efnis -og fréttaveita ársins: Umræðan - Umræðuvefur Landsbankans Umsögn dómnefndar: Innsendingar í þennan flokk voru mjög fjölbreyttar og afar ólíkar, en það var álit dómnefndar að ein þeirra skar sig greinilega úr hvað varðar hnitmiðaða og skýra framsetningu efnis. Þó að efnið sjálft sé að mörgu leiti fyrir tiltölulega þröngan markhóp, þá er ekki hægt að líta fram hjá því að þessi vefur er einstaklega stílhreinn, auðveldur í lestri og virkilega vel útfærður.Samfélagsvefur ársins: krabbameinsfelagid.is Þegar vefur fjallar um alvarleg málefni þá er mikilvægt að framsetning, viðmót og flæði sé einfalt og inni á milli skemmtilega útfært. Sigurvegaranum tekst frábærlega til með að gera fræðslu, ráðgjöf og almennar upplýsingar á aðgengilegan hátt á vef sem margir gætu þurft að nýta sér á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Þetta er mikilvægur vefur sem kemur frá sér viðkvæmu málefni á skýran máta.Val fólksins: sjova.is Fagfólk og áhugafólk í vefbransanum var hvatt til þess að velja þann vef sem þeim þótti bestur á árinu, valið er opið en leitast er við að verðlauna vef sem þykir vera með áhugaverða nálgun á framsetningu efnis, notkun á tækni og uppbyggingu innihalds.Viðurkenningar Í ár var bryddað upp á þeirri nýbreytni að leita til félaga og áhugafólks í vefbransanum með tilnefningar til viðurkenninga fyrir vel unnin störf á árinu. Þetta árið voru viðurkenningar veittar fyrir Einstaklingsvef, Open source verkefni og Vefhetjur. Einstaklingsvefur ársins er egillhardar.is Ákveðið var að veita tvær viðurkenningar fyrir open source verkefniAnnars vegar APIs.is, en verkefnið opnar gagnasöfn sem eru til staðar á netinu og gerir þau aðgengileg fyrir forritara á þægilegan hátt. Verkefnið fór af stað árið 2012 en á bak við það standa Kristján Ingi Mikaelsson, Benedikt Valdez Stefánsson, Kristján Oddson og Kristjan Lund. Hins vegar Tala.is fyrir framúrstefnulega nálgun á uppflettingu á íslenskum orðum og beygingum, sem myndi, með leyfi Árnastofnunar, hjálpa við að efla íslenska tungu á . David Blurton á heiðurinn að þessu framtaki. Að lokum veitum við tvær vefhetju viðurkenningar til einstaklings og hóps.Jónatan Arnar Örlygsson fyrir ötult starf í þágu menntunar á sviði vefiðnaðarins með Vefskólanum. JSConf Iceland teymið fyrir að koma alþjóðlegri ráðstefnu á litla Ísland með tilheyrandi fjölbreytileika og tækifærum fyrir vefiðnaðinn. Tengdar fréttir Allar tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2016 Samtök vefiðnaðarins birtu rétt í þessu tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Hörpunni 27. janúar. 20. janúar 2017 18:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið valinn Vefur ársins 2016 af íslensku Vefverðlaununum. Hátt í fimm hundruð gestir mættu í Silfurberg í Hörpu þar sem verðlaunin voru afhent á föstudagskvöldið. Auk vef Sinfóníuhljómsveitarinnar sigraði Sjóvá í flokki stærri fyrirtækja og Tix.is fékk verðlaun fyrir bestu vefverslunina og fitsuccess.is í flokki vefkerfa. Í tilkynningu frá aðstandendum verðlaunahátíðarinnar segir að mikil gróska sé í vefiðnaðinum og það megi best sjá hve vel unnir og vandaðir vefir eru sem framleiddir eru á Íslandi í dag.Sjá má lista yfir sigurvegara hér að neðan. Sigurvegarar Íslensku vefverðlaunanna 2016:Vefur ársins: sinfonia.is Umsögn dómnefndar: Dómnefnd átti í töluverðum erfiðleikum með að komast að niðurstöðu um hvaða vefur verðskuldaði titilinn besti íslenski vefurinn 2016. Þar sem keppnin um þennan titil var virkilega jöfn og hörð enda um marga góða vefi að ræða þetta árið.Vefur ársins er svo sannarlega í takt við ímynd fyrirtækisins og styður hana vel. Vandað hefur verið til verka þvert á í öllu efni og er samspil þess afar vel útfært. Vefurinn veitir skemmtilegt innsæi í hvað fyrirtækið hefur upp á að bjóða með nýjum leiðum til að fanga athygli nýrra markhópa og kynslóða.Á vef ársins slá allir þættir vefsins í takt.Hönnun & viðmót: ueno.co Umsögn dómnefndar: Frábær hönnun og notendaviðmót eru kjarninn í farsælu stafrænu verkefni. Framúrskarandi notendaviðmót snýst um skýrleika, stöðugleika og einfaldleika. Í ár vill dómnefndin sérstaklega verðlauna einn vef sem sýnir einmitt þetta, á svo fallegan hátt. Afraksturinn sýnir fram á framúrskarandi auga fyrir sjónrænum smáatriðum, einföldu leiðarkerfi, en um leið virkilega öfluga listræna stjórnun sem skapar einstaklega ljúfa notendaupplifun.Fyrirtækjavefur (stærri): sjova.is Umsögn dómnefndar: Þessi vefur er gott dæmi um hvernig hægt er að taka nokkuð þurrt og tormelt viðfangsefni og setja það fram á einfaldan, skýran og áhugaverðan hátt. Notendaupplifunin er áreynslulaus, yfirsýn yfir helstu aðgerðir og þjónustu er til fyrirmyndar og myndefni og myndbönd glæði vefinn lífi. Þetta er endurhönnun og uppfærsla sem er til hreinnar fyrirmyndar.Fyrirtækjavefur (smærri): sinfonia.is Umsögn dómnefndar: Vefurinn er einstaklega stílhreinn, vel uppbyggður og styður virkilega vel við ímynd fyrirtækisins. Greinilega hefur verið unnið vel í texta, myndefni og myndböndum, og er samspil þessara þátta vel útfært. Segja má að með þessum vef hafi fyrirtækið ekki bara fært sig nær nútímanum heldur líka nær markhópi sínum og greitt aðgang hans að þjónustu sinni og vörum.Markaðsvefur ársins: Zero Financial Umsögn dómnefndar: Vel hannaður og stílhreinn vefur sem ber þess merki að nostrað hafi verið við hvert smáatriði. Framsetning efnis er frumleg og skemmtileg og einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Áhersla hefur verið lögð á að upplifunin sé ekki síðri á snjallsíma sem er einstaklega ánægjulegt. Hreyfigrafík er virkilega vel unnin og setur punktinn yfir i-ið þegar kemur að notendaupplifun.Vefkerfi ársins: fitsuccess.is Umsögn dómnefndar: Vefurinn er virkilega fallegur, vel hannaður og stútfullur af skemmtilegum fítusum. Allar aðgerðir eru skýrar sem gerir kerfið auðvelt í notkun fyrir bæði reynda og óreynda notendur. Ljóst er að mikil hugsun hefur farið í bæði hönnun og útfærslu sem skilar sér í ánægjulegri heildarupplifun. Vefurinn er kærkomin viðbót við flóru íslenskra vefja og kveikir í manni löngun til þess að gerast meðlimur og byrja í heilsuátaki.Innri vefur ársins: Þjónustuvefur Ljósleiðarans Umsögn dómnefndar: Innri vefur er þjónustusvæði sem hugsað er fyrir starfsmenn fyrirtækja, hvort sem það sé til að miðla upplýsingum til starfsmanna eða tól sem nýtist starfi við þjónustu viðskiptavina. Innri vefur ársins að þessu sinni er stílhreinn og fallegur vefur með öflugum verkfærum til þess að geta þjónustað viðskiptavini sína á einfaldan hátt. Starfsmenn ættu að geta unað vel við innrakerfi Þjónustuvefs Ljósleiðarans.Vefverslun ársins: Tix.is Umsögn dómnefndar: Vefurinn hefur á skömmum tíma skipað sér í sess stærstu vefverslana landsins. Einfaldur, aðgengilegur og vandaður eru orð sem lýsa vefnum vel. Yfirlit yfir vöruframboð er gott og kaupflæðið hraðvirkt og áreiðanlegt frá upphafi til enda. Nýjungar eins og tengingar við hraðgreiðslur (greiðsluöpp) hafa mælst vel fyrir og áður óséð virkni við sætaval er ágætlega útfært.Vefapp ársins: L.is Umsögn dómnefndar: Vefapp ársins að þessu sinni er eitt öflugasta vefappið um þessar mundir. Eigendur þess hafa skýra stefnu að byggja upp vefapp frekar en app, þjónustufulltrúum þess til mikillar ánægju. Vefappið er ríkt af eiginleikum og með þægilegu viðmóti sem hentar slíku tóli. Það fær reglulega mikla ást og er uppfært af miklum móði. Það virkar einstaklega vel á snjallsímum og spjaldtölvum.App ársins: kass App ársins í ár er eitt af mörgum öppum á Íslandi í dag sem vilja einfalda peningalíf landsmanna. Appið er stílhreint og með skýrt viðmót sem sækir innblástur í viðmót Snapchats. Á snöggan máta er hægt að koma upp greiðslumiðlun einkalífsins. Appið getur tekið mynd af reikningi og skipt honum til að rukka vini þína. Og nýjasta nýtt, appið getur keypt miða hjá Tix.is.Opinberi vefur ársins: hafnarfjordur.is Umsögn dómnefndar: Hlutverk opinberra vefja er að veita upplýsingar og þjónustu. Það er mat dómnefndar að virkilega vel hafi tekist til með vef Hafnarfjarðarbæjar. Hann er einfaldur og auðveldur í notkun, hann er vel upp byggður og leiðarkerfið skýrt. Aðaláherslan er lögð á að mæta þörfum markhópsins, en helstu aðgerðir eru dregnar fram og jafnframt er öflug leit í forgrunni.Efnis -og fréttaveita ársins: Umræðan - Umræðuvefur Landsbankans Umsögn dómnefndar: Innsendingar í þennan flokk voru mjög fjölbreyttar og afar ólíkar, en það var álit dómnefndar að ein þeirra skar sig greinilega úr hvað varðar hnitmiðaða og skýra framsetningu efnis. Þó að efnið sjálft sé að mörgu leiti fyrir tiltölulega þröngan markhóp, þá er ekki hægt að líta fram hjá því að þessi vefur er einstaklega stílhreinn, auðveldur í lestri og virkilega vel útfærður.Samfélagsvefur ársins: krabbameinsfelagid.is Þegar vefur fjallar um alvarleg málefni þá er mikilvægt að framsetning, viðmót og flæði sé einfalt og inni á milli skemmtilega útfært. Sigurvegaranum tekst frábærlega til með að gera fræðslu, ráðgjöf og almennar upplýsingar á aðgengilegan hátt á vef sem margir gætu þurft að nýta sér á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Þetta er mikilvægur vefur sem kemur frá sér viðkvæmu málefni á skýran máta.Val fólksins: sjova.is Fagfólk og áhugafólk í vefbransanum var hvatt til þess að velja þann vef sem þeim þótti bestur á árinu, valið er opið en leitast er við að verðlauna vef sem þykir vera með áhugaverða nálgun á framsetningu efnis, notkun á tækni og uppbyggingu innihalds.Viðurkenningar Í ár var bryddað upp á þeirri nýbreytni að leita til félaga og áhugafólks í vefbransanum með tilnefningar til viðurkenninga fyrir vel unnin störf á árinu. Þetta árið voru viðurkenningar veittar fyrir Einstaklingsvef, Open source verkefni og Vefhetjur. Einstaklingsvefur ársins er egillhardar.is Ákveðið var að veita tvær viðurkenningar fyrir open source verkefniAnnars vegar APIs.is, en verkefnið opnar gagnasöfn sem eru til staðar á netinu og gerir þau aðgengileg fyrir forritara á þægilegan hátt. Verkefnið fór af stað árið 2012 en á bak við það standa Kristján Ingi Mikaelsson, Benedikt Valdez Stefánsson, Kristján Oddson og Kristjan Lund. Hins vegar Tala.is fyrir framúrstefnulega nálgun á uppflettingu á íslenskum orðum og beygingum, sem myndi, með leyfi Árnastofnunar, hjálpa við að efla íslenska tungu á . David Blurton á heiðurinn að þessu framtaki. Að lokum veitum við tvær vefhetju viðurkenningar til einstaklings og hóps.Jónatan Arnar Örlygsson fyrir ötult starf í þágu menntunar á sviði vefiðnaðarins með Vefskólanum. JSConf Iceland teymið fyrir að koma alþjóðlegri ráðstefnu á litla Ísland með tilheyrandi fjölbreytileika og tækifærum fyrir vefiðnaðinn.
Tengdar fréttir Allar tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2016 Samtök vefiðnaðarins birtu rétt í þessu tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Hörpunni 27. janúar. 20. janúar 2017 18:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Allar tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2016 Samtök vefiðnaðarins birtu rétt í þessu tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Hörpunni 27. janúar. 20. janúar 2017 18:00