Hettupeysur út um allt Ritstjórn skrifar 4. febrúar 2017 09:30 Glamour/Getty Tískuvikan fór fram hjá frændum okkar í Kaupmannahöfn í vikunni og að sjálfsögðu var borgin stútfull af smekklegu fólki sem klæddi sig vel enda kalt á þessum tíma árs. Glamour hafði samband við tvo tískuunnendur sem eru á tískuvikunni til að forvitnast um hvaða trend voru mest áberandi í götutískunni í Kaupmannahöfn þetta árið enda ræður sú tíska ýmislegu þegar kemur að því að búa til næstu trend. Og álitsgjafar Glamour voru á sama máli um hvað flík er heitasta flík ársins.Andrea Röfn Jónasdóttir, verslunarstjóri í kvenfataverslun Húrra Reykjavík og tískubloggari á Trendnet.is, var á tískuviku í þeim erindagjörðum að kaupa inn haust og vetrartísku næsta árs. „Hér á tískuvikunni í Kaupmannahöfn eru veglegar yfirhafnir áberandi og strigaskórnir halda velli. Mikið af litum og printum ásamt óhefðbundnum samsetningum, til dæmis hettupeysum við kjóla.“Elísabet Gunnarsdóttir, tískubloggari og annar eigandi Trendnet.is, naut þess að fara á sýningar og skoða fólkið á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. „Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og miðað við götustílinn á tískuvikunni þá virðist þetta trend vera að ná hámarki. Smekklegir gestir klæddu peysurnar upp og niður, á mismunandi hátt og við ólíkar flíkur, samsetningar sem var mjög áhugavert að sjá. Það verða hettupeysur út um allt núna og halda áfram inn í haustið.“ Glamour Tíska Mest lesið Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Glamour Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Litríkir augnskuggar og skraut Glamour Allt í plasti hjá Calvin Klein Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour
Tískuvikan fór fram hjá frændum okkar í Kaupmannahöfn í vikunni og að sjálfsögðu var borgin stútfull af smekklegu fólki sem klæddi sig vel enda kalt á þessum tíma árs. Glamour hafði samband við tvo tískuunnendur sem eru á tískuvikunni til að forvitnast um hvaða trend voru mest áberandi í götutískunni í Kaupmannahöfn þetta árið enda ræður sú tíska ýmislegu þegar kemur að því að búa til næstu trend. Og álitsgjafar Glamour voru á sama máli um hvað flík er heitasta flík ársins.Andrea Röfn Jónasdóttir, verslunarstjóri í kvenfataverslun Húrra Reykjavík og tískubloggari á Trendnet.is, var á tískuviku í þeim erindagjörðum að kaupa inn haust og vetrartísku næsta árs. „Hér á tískuvikunni í Kaupmannahöfn eru veglegar yfirhafnir áberandi og strigaskórnir halda velli. Mikið af litum og printum ásamt óhefðbundnum samsetningum, til dæmis hettupeysum við kjóla.“Elísabet Gunnarsdóttir, tískubloggari og annar eigandi Trendnet.is, naut þess að fara á sýningar og skoða fólkið á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. „Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og miðað við götustílinn á tískuvikunni þá virðist þetta trend vera að ná hámarki. Smekklegir gestir klæddu peysurnar upp og niður, á mismunandi hátt og við ólíkar flíkur, samsetningar sem var mjög áhugavert að sjá. Það verða hettupeysur út um allt núna og halda áfram inn í haustið.“
Glamour Tíska Mest lesið Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Glamour Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Litríkir augnskuggar og skraut Glamour Allt í plasti hjá Calvin Klein Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour