Smán kerfisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Kostnaðarþátttaka sjúklinga hefur verið smánarblettur á íslenska heilbrigðiskerfinu lengi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um sjúkratryggingar í júní í fyrra. Í lögunum sem tóku gildi 1. febrúar 2017 segir: „Ráðherra ákveður með reglugerð hámarksgreiðslur sjúkratryggðs í hverjum almanaksmánuði fyrir heilbrigðisþjónustu.“ Íslenskir stjórnmálamenn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í broddi fylkingar, hafa barið sér á brjóst með yfirlýsingum um að þessi lagabreyting hafi verið mikil stefnubreyting og nú sé kostnaðarhlutdeild sjúklinga liðin tíð. Þennan skilning má líka sjá af viðbrögðum þáverandi stjórnarandstöðuþingmanna, eins og Bjartar Ólafsdóttur í þingræðu 2. mars 2016: „Auðvitað finnst mér vont að þetta frumvarp sé ekki löngu komið fram af því að kostnaður krabbameinssjúkra hefur þá verið við lýði ári of lengi (...)“ Af þessu orðalagi má ráða að nú sjái landsmenn loksins fyrir endann á kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Það sem gerir þessa ályktun hæpna er að núna getur ráðherra stýrt þakinu á þennan kostnað með stjórnvaldsfyrirmælum. Þannig er ráðherra gefið mjög rúmt svigrúm til að ákveða hversu hár kostnaðurinn eigi að vera. Íslenska ríkinu er skylt að veita borgurunum heilbrigðisþjónustu. Þessi jákvæða mannréttindaregla kemur fram í 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Ákvæðið á sér djúpar rætur í íslenskri réttarsögu. Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að túlka beri ákvæðið rúmt. Páll Hreinsson dómari við EFTA-dómstólinn segir efnislega í ritgerð sinni um lagaheimild reglugerða frá 2015 að ef skerða eigi réttindi sem 76. gr mælir fyrir um þurfi að mæla fyrir um umfang skerðingarinnar í settum lögum, ekki reglugerð. Og byggir Páll þetta á dómaframkvæmd Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis. Að framansögðu er ljóst að mæla þarf fyrir um umfang skerðingar á réttindum sjúklinga í settum lögum Alþingis. Ungir skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins hafa þurft að reiða sig á neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein, vegna kostnaðar við eigin krabbameinsmeðferð. Í sumum tilvikum hafa einstakir styrkir sjóðsins numið 550.000 kr. Styrkveitingar vegna heilbrigðiskostnaðar eru einkenni hreinna kapítalískra samfélaga þar sem fólk þarf að reiða sig á velvilja annarra vegna eigin fjárskorts. Hvers konar velferðarsamfélag lætur slíkt viðgangast? Það eru margar leiðir til að hjúkra fólki til heilsu og það skiptir máli hvaða leið er valin. Til þess að markmiðum framangreinds stjórnarskrárákvæðis verði náð verður að tryggja sjúklingum þolanlegt líf í meðferð. Að sjúklingar geti gengið að lífi með reisn sem vísu meðan á meðferð stendur og eftir atvikum fram að dauðastund. Þetta fólk á rétt á því að búa við lífsgæði og áhyggjuleysi á síðustu skrefunum í jarðlegri tilvist eða á meðan það hefur ekki náð fullum bata. Ef ríkisvaldið getur ekki tryggt þessi réttindi er Ísland ekki velferðarsamfélag.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Kostnaðarþátttaka sjúklinga hefur verið smánarblettur á íslenska heilbrigðiskerfinu lengi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um sjúkratryggingar í júní í fyrra. Í lögunum sem tóku gildi 1. febrúar 2017 segir: „Ráðherra ákveður með reglugerð hámarksgreiðslur sjúkratryggðs í hverjum almanaksmánuði fyrir heilbrigðisþjónustu.“ Íslenskir stjórnmálamenn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í broddi fylkingar, hafa barið sér á brjóst með yfirlýsingum um að þessi lagabreyting hafi verið mikil stefnubreyting og nú sé kostnaðarhlutdeild sjúklinga liðin tíð. Þennan skilning má líka sjá af viðbrögðum þáverandi stjórnarandstöðuþingmanna, eins og Bjartar Ólafsdóttur í þingræðu 2. mars 2016: „Auðvitað finnst mér vont að þetta frumvarp sé ekki löngu komið fram af því að kostnaður krabbameinssjúkra hefur þá verið við lýði ári of lengi (...)“ Af þessu orðalagi má ráða að nú sjái landsmenn loksins fyrir endann á kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Það sem gerir þessa ályktun hæpna er að núna getur ráðherra stýrt þakinu á þennan kostnað með stjórnvaldsfyrirmælum. Þannig er ráðherra gefið mjög rúmt svigrúm til að ákveða hversu hár kostnaðurinn eigi að vera. Íslenska ríkinu er skylt að veita borgurunum heilbrigðisþjónustu. Þessi jákvæða mannréttindaregla kemur fram í 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Ákvæðið á sér djúpar rætur í íslenskri réttarsögu. Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að túlka beri ákvæðið rúmt. Páll Hreinsson dómari við EFTA-dómstólinn segir efnislega í ritgerð sinni um lagaheimild reglugerða frá 2015 að ef skerða eigi réttindi sem 76. gr mælir fyrir um þurfi að mæla fyrir um umfang skerðingarinnar í settum lögum, ekki reglugerð. Og byggir Páll þetta á dómaframkvæmd Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis. Að framansögðu er ljóst að mæla þarf fyrir um umfang skerðingar á réttindum sjúklinga í settum lögum Alþingis. Ungir skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins hafa þurft að reiða sig á neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein, vegna kostnaðar við eigin krabbameinsmeðferð. Í sumum tilvikum hafa einstakir styrkir sjóðsins numið 550.000 kr. Styrkveitingar vegna heilbrigðiskostnaðar eru einkenni hreinna kapítalískra samfélaga þar sem fólk þarf að reiða sig á velvilja annarra vegna eigin fjárskorts. Hvers konar velferðarsamfélag lætur slíkt viðgangast? Það eru margar leiðir til að hjúkra fólki til heilsu og það skiptir máli hvaða leið er valin. Til þess að markmiðum framangreinds stjórnarskrárákvæðis verði náð verður að tryggja sjúklingum þolanlegt líf í meðferð. Að sjúklingar geti gengið að lífi með reisn sem vísu meðan á meðferð stendur og eftir atvikum fram að dauðastund. Þetta fólk á rétt á því að búa við lífsgæði og áhyggjuleysi á síðustu skrefunum í jarðlegri tilvist eða á meðan það hefur ekki náð fullum bata. Ef ríkisvaldið getur ekki tryggt þessi réttindi er Ísland ekki velferðarsamfélag.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun