FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 13:20 Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/Ernir Fjármálaeftirlitið hefur kært greiðslukortafyrirtækið Borgun hf. til embættis héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Málið barst á borð Ólafs Þór í gær, en aðspurður segist hann ekki muna eftir sambærilegu máli. Nú sé unnið að því að safna gögnum í málinu og að greiningarvinna sé að hefjast. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvenær niðurstöðu sé að vænta.Fjármálaeftirlitið tilkynnti á föstudag um að gerðar hafi verið athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum Borgunar á erlendum mörkuðum. Gerðar voru athugasemdir við að Borgun hefði, í tilviki 13 viðskiptamanna af 16, ekki framkvæmt könnun á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamanna með fullnægjandi hætti áður en samningssambandi var komið á. Borgun sagðist í yfirlýsingu taka þessum athugasemdum alvarlega. Þá verði stefnt að því að allri vinnu af hálfu Borgunar til að uppfylla kröfur FME um úrbætur verði lokið innan tveggja mánaða. Embætti héraðssaksóknara mun rannsaka málið og svo taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. Tengdar fréttir FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47 Borgun hagnaðist um rúma sex milljarða vegna sölunnar á Visa Europe Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. 17. febrúar 2017 19:05 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur kært greiðslukortafyrirtækið Borgun hf. til embættis héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Málið barst á borð Ólafs Þór í gær, en aðspurður segist hann ekki muna eftir sambærilegu máli. Nú sé unnið að því að safna gögnum í málinu og að greiningarvinna sé að hefjast. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvenær niðurstöðu sé að vænta.Fjármálaeftirlitið tilkynnti á föstudag um að gerðar hafi verið athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum Borgunar á erlendum mörkuðum. Gerðar voru athugasemdir við að Borgun hefði, í tilviki 13 viðskiptamanna af 16, ekki framkvæmt könnun á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamanna með fullnægjandi hætti áður en samningssambandi var komið á. Borgun sagðist í yfirlýsingu taka þessum athugasemdum alvarlega. Þá verði stefnt að því að allri vinnu af hálfu Borgunar til að uppfylla kröfur FME um úrbætur verði lokið innan tveggja mánaða. Embætti héraðssaksóknara mun rannsaka málið og svo taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra.
Tengdar fréttir FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47 Borgun hagnaðist um rúma sex milljarða vegna sölunnar á Visa Europe Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. 17. febrúar 2017 19:05 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47
Borgun hagnaðist um rúma sex milljarða vegna sölunnar á Visa Europe Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. 17. febrúar 2017 19:05