Álaborg er enn á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sterkan 28-24 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í toppslag deildarinnar í kvöld.
Tveimur stigum munaði á liðunum fyrir kvöldið og Álaborg er nú með fjögurra stiga forskot í deildinni. Aron Kristjánsson þjálfar liðið og með því leika Arnór Atlason, Janus Daði Smárason og Stefán Rafn Sigurmannsson.
Íslendingaliðið Nimes steinlá er það sótti Frakklandsmeistara PSG heim í kvöld. Lokatölur þar 37-23.
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Nimes úr átta skotum. Ásgeir Örn Hallgrímsson tók fjögur skot í kvöld en ekkert þeirra fór í netið.
Mikkel Hansen skoraði sex mörk fyrir PSG og Uwe Gensheimer fimm.
Íslendingarnir í Cesson-Rennes urðu einnig að sætta sig við tap er þeir heimsóttu Chambery. Lokatölur þar 27-25.
Guðmundur Hólmar Helgason skoraði fimm mörk úr tíu skotum fyrir Cesson-Rennes og Geir Guðmundsson skoraði eitt mark úr fjórum skotum.
Nimes er í sjötta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en Cesson-Rennes því tólfta.
