Fella niður dómsmál og greiða 835 milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. mars 2017 15:03 Höfuðstöðvar VÍS. Vísir/Anton Brink VÍS hefur í samráði við endurtryggjendur, komist að samkomulagi við stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs og aðra málsaðila um að fella niður dómsmál sem áfrýjað hafði verið til Hæstaréttar með greiðslu samkomulagsbóta að fjárhæð 835 milljónir króna.Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til kauphallar. Þar segir að Lífsverk, sem er lífeyrissjóður háskólamenntaðra, hafi höfðað mál gegn VÍS og fyrrum stjórnendum lífeyrissjóðsins á síðasta ári. Sjóðurinn krafðist greiðslu skaðabóta úr ábyrgðartryggingu hjá VÍS vegna starfa stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóðsins á árinu 2008. Í apríl á síðasta ári komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að VÍS bæri að greiða sjóðnum rúmar 852 milljónir en að auki rúmar 754 milljónir í vexti og dráttarvexti, samtals um 1,6 milljarð króna. Í tilkynningu VÍS segir að við undirbúning áfrýjunar til Hæstaréttar síðasta sumar kom í ljós ákveðin óvissa um afstöðu endurtryggjenda til þátttöku þeirra í greiðslu vaxta umfram hámarksfjárhæð vátryggingarinnar. Þeir töldu sér ekki skylt að taka þátt í greiðslu vaxta og kostnaði félagsins umfram hámarksfjárhæð vátryggingarinnar, að frádreginni eigin áhættu VÍS sem er 15 prósent. VÍS taldi þó að endurtryggjendum bæri að öllu leyti að fylgja þeim skuldbindingum VÍS sem kynnu að stofnast við dóm Hæstaréttar, samkvæmt ákvæði í endurtryggingasamningi. Vegna endurtrygginga nemur hlutur VÍS 15% af heildar samningsbótum eða um 125 milljónir kr., sem er innan þess kostnaðar sem gert hafði verið ráð fyrir í tjónaskuld hefði málið tapast fyrir Hæstarétti. Greiðsla VÍS felur í sér heildargreiðslu og uppgjör á öllum kröfum á hendur félaginu vegna málsins „Óvissu um endanlega niðurstöðu málsins hefur nú verið eytt og telur VÍS að niðurstaðan sé góð fyrir alla samningsaðila. Með samkomulaginu fallast samningsaðilar á að þeir eigi engar frekari kröfur á hendur hvor öðrum. Samkomulagið felur ekki í sér í viðurkenningu á bótaskyldu eða röksemdum gagnaðila,“ segir í tilkynningu VÍS. Tengdar fréttir Vís greiðir 1,3 milljarða í bætur til Lífsverks 26. apríl 2016 19:15 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
VÍS hefur í samráði við endurtryggjendur, komist að samkomulagi við stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs og aðra málsaðila um að fella niður dómsmál sem áfrýjað hafði verið til Hæstaréttar með greiðslu samkomulagsbóta að fjárhæð 835 milljónir króna.Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til kauphallar. Þar segir að Lífsverk, sem er lífeyrissjóður háskólamenntaðra, hafi höfðað mál gegn VÍS og fyrrum stjórnendum lífeyrissjóðsins á síðasta ári. Sjóðurinn krafðist greiðslu skaðabóta úr ábyrgðartryggingu hjá VÍS vegna starfa stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóðsins á árinu 2008. Í apríl á síðasta ári komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að VÍS bæri að greiða sjóðnum rúmar 852 milljónir en að auki rúmar 754 milljónir í vexti og dráttarvexti, samtals um 1,6 milljarð króna. Í tilkynningu VÍS segir að við undirbúning áfrýjunar til Hæstaréttar síðasta sumar kom í ljós ákveðin óvissa um afstöðu endurtryggjenda til þátttöku þeirra í greiðslu vaxta umfram hámarksfjárhæð vátryggingarinnar. Þeir töldu sér ekki skylt að taka þátt í greiðslu vaxta og kostnaði félagsins umfram hámarksfjárhæð vátryggingarinnar, að frádreginni eigin áhættu VÍS sem er 15 prósent. VÍS taldi þó að endurtryggjendum bæri að öllu leyti að fylgja þeim skuldbindingum VÍS sem kynnu að stofnast við dóm Hæstaréttar, samkvæmt ákvæði í endurtryggingasamningi. Vegna endurtrygginga nemur hlutur VÍS 15% af heildar samningsbótum eða um 125 milljónir kr., sem er innan þess kostnaðar sem gert hafði verið ráð fyrir í tjónaskuld hefði málið tapast fyrir Hæstarétti. Greiðsla VÍS felur í sér heildargreiðslu og uppgjör á öllum kröfum á hendur félaginu vegna málsins „Óvissu um endanlega niðurstöðu málsins hefur nú verið eytt og telur VÍS að niðurstaðan sé góð fyrir alla samningsaðila. Með samkomulaginu fallast samningsaðilar á að þeir eigi engar frekari kröfur á hendur hvor öðrum. Samkomulagið felur ekki í sér í viðurkenningu á bótaskyldu eða röksemdum gagnaðila,“ segir í tilkynningu VÍS.
Tengdar fréttir Vís greiðir 1,3 milljarða í bætur til Lífsverks 26. apríl 2016 19:15 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira