Valur og RK Partizan 1949 gerðu jafntefli, 21-21, í fyrri leik liðanna í 2. umferð Áskorendabikars Evrópu í handbolta.
Valsmenn voru hársbreidd frá því stela sigrinum en skot Josip Juric Grgic á lokasekúndunni fór í markrammann.
Anton Rúnarsson skoraði sex mörk fyrir Val sem var tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13.
Leikurinn í dag var heimaleikur Vals. Liðin mætast aftur á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.
Mörk Vals:
Anton Rúnarsson 6, Sveinn Aron Sveinsson 5, Josip Juric Grgic 4, Vignir Stefánsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Ýmir Örn Gíslason 1.
