Samanburður á vöruverði í Bandaríkjunum og á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2017 13:15 Frá opnun Costco í morgun. vísir/eyþór Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin. Þá getur verið áhugavert að bera saman verðið í Costco í Bandaríkjunum og svo í versluninni hér heima. Jón Árni Helgason var einmitt á ferðinni í Bandaríkjunum á dögunum og birti myndir úr versluninni af ýmsum vörum á vefnum þar sem hann var búinn að bæta við annars vegar 11 prósenta virðisaukaskatti á matvöru og hins vegar 24 prósenta virðisaukaskatti á aðrar vörur. Hann miðaði við að gengi dollara væri 100,51. Vísir var á ferðinni í Costco í Garðabæ í morgun og tókum við nokkrar stikkprufur á vörum til að bera saman annars vegar verðið í Bandaríkjunum og hins vegar hér á landi með myndum blaðamanns og svo Jóns Árna. Hafa ber í huga að ekki er um nákvæmlega sömu vöru að ræða í öllum tilfellum heldur sambærilega vöru.1,36 kíló af baby-gulrótum í Costco í Garðabæ á 925 krónur kílóið sem gera 680 krónur kílóið.vísirEkki er um sömu tegund af baby-gulrótum í Costco í Kauptúni og í Costco í Bandaríkjunum en úti kostar kílóið 295 krónur kílóið eins og sést á myndinni hér að neðan en 860 krónur kílóið hér heima. Verðið er því um þrisvar sinnum hærra hér á landi en vestanhafs í tilfelli gulrótanna.Það er þó nokkur verðmunur á baby-gulrótum í Costco í Bandaríkjunum og Costco í Garðabæ en ekki er um nákvæmlega sömu tegund af gulrótum að ræða.mynd/jón árniKirkland-þorskhnakkar eru á 1699 krónur kílóið í Costco í Garðabæ (til vinstri) en íslensk þorskflök á 1965 krónur kílóið í Bandaríkjunum (til hægri).vísirÞorskhnakkarnir í Costco í Garðabæ eru ódýrari en þorskflökin úti í Bandaríkjunum sem voru frá Íslandi, samkvæmt Jóni Árna. Verðmunurinn er 15 prósent, ódýrari hér heima.Kirkland-kókosvatnið er lífrænt.vísirKirkland-kókosvatn má bæði fá í Costco í Kauptúni og í Bandaríkjunum. Það kemur í stórri pakkningu, tólf 330 millilítra flöskur í einum kassa. Hér heima er kassinn á 1799 krónur, eða um 150 krónur stykkið, en í Bandaríkjunum er kassinn á 1115 krónur eða um 93 krónur stykkið. Flöskurnar eru um 60 prósent dýrarari hér á landi.Kókosvatnið í Costco í Bandaríkjunum.mynd/jón árni250 millilítra dós af Red Bull kostar 137 krónur í Costco en kaupa þarf 24 dósir í kassa.Orkudrykkinn Red Bull má fá í Costco hér heima, 24 250 millilítra dósir í kassa á 3299 krónur sem gera 137 krónur dósin. Í Bandaríkjunum kostar 239 millilítra dós hins vegar 167 krónur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Munar um 22 prósentum í verðinu, dósin ódýrari hér á Íslandi.Red Bull er aðeins dýrara í Costco í Bandaríkjunum en hér heima.mynd/jón árniKílóverðið af kjúklingi er aðeins ódýrara í Costco í Bandaríkjunum en þá þarf að kaupa fjóra saman í pakka en hér koma þeir tveir saman.vísirLífrænn kjúklingur í Costco í Bandaríkjunum kostar 489 krónur kílóið og eru þá fjórir heilir kjúklingar í pakka. Holta-kjúklingur, tveir saman í pakka, kosta í Costco hér heima 699 krónur kílóið. Verðmunurinn er 43 prósent, dýrari hér heima.Blaðamenn Vísis voru í vöruhúsi Costco í morgun þegar fyrsta fólkið mætti í hús. Nánar má lesa um það í vaktinni hér að neðan.
Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin. Þá getur verið áhugavert að bera saman verðið í Costco í Bandaríkjunum og svo í versluninni hér heima. Jón Árni Helgason var einmitt á ferðinni í Bandaríkjunum á dögunum og birti myndir úr versluninni af ýmsum vörum á vefnum þar sem hann var búinn að bæta við annars vegar 11 prósenta virðisaukaskatti á matvöru og hins vegar 24 prósenta virðisaukaskatti á aðrar vörur. Hann miðaði við að gengi dollara væri 100,51. Vísir var á ferðinni í Costco í Garðabæ í morgun og tókum við nokkrar stikkprufur á vörum til að bera saman annars vegar verðið í Bandaríkjunum og hins vegar hér á landi með myndum blaðamanns og svo Jóns Árna. Hafa ber í huga að ekki er um nákvæmlega sömu vöru að ræða í öllum tilfellum heldur sambærilega vöru.1,36 kíló af baby-gulrótum í Costco í Garðabæ á 925 krónur kílóið sem gera 680 krónur kílóið.vísirEkki er um sömu tegund af baby-gulrótum í Costco í Kauptúni og í Costco í Bandaríkjunum en úti kostar kílóið 295 krónur kílóið eins og sést á myndinni hér að neðan en 860 krónur kílóið hér heima. Verðið er því um þrisvar sinnum hærra hér á landi en vestanhafs í tilfelli gulrótanna.Það er þó nokkur verðmunur á baby-gulrótum í Costco í Bandaríkjunum og Costco í Garðabæ en ekki er um nákvæmlega sömu tegund af gulrótum að ræða.mynd/jón árniKirkland-þorskhnakkar eru á 1699 krónur kílóið í Costco í Garðabæ (til vinstri) en íslensk þorskflök á 1965 krónur kílóið í Bandaríkjunum (til hægri).vísirÞorskhnakkarnir í Costco í Garðabæ eru ódýrari en þorskflökin úti í Bandaríkjunum sem voru frá Íslandi, samkvæmt Jóni Árna. Verðmunurinn er 15 prósent, ódýrari hér heima.Kirkland-kókosvatnið er lífrænt.vísirKirkland-kókosvatn má bæði fá í Costco í Kauptúni og í Bandaríkjunum. Það kemur í stórri pakkningu, tólf 330 millilítra flöskur í einum kassa. Hér heima er kassinn á 1799 krónur, eða um 150 krónur stykkið, en í Bandaríkjunum er kassinn á 1115 krónur eða um 93 krónur stykkið. Flöskurnar eru um 60 prósent dýrarari hér á landi.Kókosvatnið í Costco í Bandaríkjunum.mynd/jón árni250 millilítra dós af Red Bull kostar 137 krónur í Costco en kaupa þarf 24 dósir í kassa.Orkudrykkinn Red Bull má fá í Costco hér heima, 24 250 millilítra dósir í kassa á 3299 krónur sem gera 137 krónur dósin. Í Bandaríkjunum kostar 239 millilítra dós hins vegar 167 krónur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Munar um 22 prósentum í verðinu, dósin ódýrari hér á Íslandi.Red Bull er aðeins dýrara í Costco í Bandaríkjunum en hér heima.mynd/jón árniKílóverðið af kjúklingi er aðeins ódýrara í Costco í Bandaríkjunum en þá þarf að kaupa fjóra saman í pakka en hér koma þeir tveir saman.vísirLífrænn kjúklingur í Costco í Bandaríkjunum kostar 489 krónur kílóið og eru þá fjórir heilir kjúklingar í pakka. Holta-kjúklingur, tveir saman í pakka, kosta í Costco hér heima 699 krónur kílóið. Verðmunurinn er 43 prósent, dýrari hér heima.Blaðamenn Vísis voru í vöruhúsi Costco í morgun þegar fyrsta fólkið mætti í hús. Nánar má lesa um það í vaktinni hér að neðan.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira