Samanburður á vöruverði í Bandaríkjunum og á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2017 13:15 Frá opnun Costco í morgun. vísir/eyþór Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin. Þá getur verið áhugavert að bera saman verðið í Costco í Bandaríkjunum og svo í versluninni hér heima. Jón Árni Helgason var einmitt á ferðinni í Bandaríkjunum á dögunum og birti myndir úr versluninni af ýmsum vörum á vefnum þar sem hann var búinn að bæta við annars vegar 11 prósenta virðisaukaskatti á matvöru og hins vegar 24 prósenta virðisaukaskatti á aðrar vörur. Hann miðaði við að gengi dollara væri 100,51. Vísir var á ferðinni í Costco í Garðabæ í morgun og tókum við nokkrar stikkprufur á vörum til að bera saman annars vegar verðið í Bandaríkjunum og hins vegar hér á landi með myndum blaðamanns og svo Jóns Árna. Hafa ber í huga að ekki er um nákvæmlega sömu vöru að ræða í öllum tilfellum heldur sambærilega vöru.1,36 kíló af baby-gulrótum í Costco í Garðabæ á 925 krónur kílóið sem gera 680 krónur kílóið.vísirEkki er um sömu tegund af baby-gulrótum í Costco í Kauptúni og í Costco í Bandaríkjunum en úti kostar kílóið 295 krónur kílóið eins og sést á myndinni hér að neðan en 860 krónur kílóið hér heima. Verðið er því um þrisvar sinnum hærra hér á landi en vestanhafs í tilfelli gulrótanna.Það er þó nokkur verðmunur á baby-gulrótum í Costco í Bandaríkjunum og Costco í Garðabæ en ekki er um nákvæmlega sömu tegund af gulrótum að ræða.mynd/jón árniKirkland-þorskhnakkar eru á 1699 krónur kílóið í Costco í Garðabæ (til vinstri) en íslensk þorskflök á 1965 krónur kílóið í Bandaríkjunum (til hægri).vísirÞorskhnakkarnir í Costco í Garðabæ eru ódýrari en þorskflökin úti í Bandaríkjunum sem voru frá Íslandi, samkvæmt Jóni Árna. Verðmunurinn er 15 prósent, ódýrari hér heima.Kirkland-kókosvatnið er lífrænt.vísirKirkland-kókosvatn má bæði fá í Costco í Kauptúni og í Bandaríkjunum. Það kemur í stórri pakkningu, tólf 330 millilítra flöskur í einum kassa. Hér heima er kassinn á 1799 krónur, eða um 150 krónur stykkið, en í Bandaríkjunum er kassinn á 1115 krónur eða um 93 krónur stykkið. Flöskurnar eru um 60 prósent dýrarari hér á landi.Kókosvatnið í Costco í Bandaríkjunum.mynd/jón árni250 millilítra dós af Red Bull kostar 137 krónur í Costco en kaupa þarf 24 dósir í kassa.Orkudrykkinn Red Bull má fá í Costco hér heima, 24 250 millilítra dósir í kassa á 3299 krónur sem gera 137 krónur dósin. Í Bandaríkjunum kostar 239 millilítra dós hins vegar 167 krónur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Munar um 22 prósentum í verðinu, dósin ódýrari hér á Íslandi.Red Bull er aðeins dýrara í Costco í Bandaríkjunum en hér heima.mynd/jón árniKílóverðið af kjúklingi er aðeins ódýrara í Costco í Bandaríkjunum en þá þarf að kaupa fjóra saman í pakka en hér koma þeir tveir saman.vísirLífrænn kjúklingur í Costco í Bandaríkjunum kostar 489 krónur kílóið og eru þá fjórir heilir kjúklingar í pakka. Holta-kjúklingur, tveir saman í pakka, kosta í Costco hér heima 699 krónur kílóið. Verðmunurinn er 43 prósent, dýrari hér heima.Blaðamenn Vísis voru í vöruhúsi Costco í morgun þegar fyrsta fólkið mætti í hús. Nánar má lesa um það í vaktinni hér að neðan.
Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin. Þá getur verið áhugavert að bera saman verðið í Costco í Bandaríkjunum og svo í versluninni hér heima. Jón Árni Helgason var einmitt á ferðinni í Bandaríkjunum á dögunum og birti myndir úr versluninni af ýmsum vörum á vefnum þar sem hann var búinn að bæta við annars vegar 11 prósenta virðisaukaskatti á matvöru og hins vegar 24 prósenta virðisaukaskatti á aðrar vörur. Hann miðaði við að gengi dollara væri 100,51. Vísir var á ferðinni í Costco í Garðabæ í morgun og tókum við nokkrar stikkprufur á vörum til að bera saman annars vegar verðið í Bandaríkjunum og hins vegar hér á landi með myndum blaðamanns og svo Jóns Árna. Hafa ber í huga að ekki er um nákvæmlega sömu vöru að ræða í öllum tilfellum heldur sambærilega vöru.1,36 kíló af baby-gulrótum í Costco í Garðabæ á 925 krónur kílóið sem gera 680 krónur kílóið.vísirEkki er um sömu tegund af baby-gulrótum í Costco í Kauptúni og í Costco í Bandaríkjunum en úti kostar kílóið 295 krónur kílóið eins og sést á myndinni hér að neðan en 860 krónur kílóið hér heima. Verðið er því um þrisvar sinnum hærra hér á landi en vestanhafs í tilfelli gulrótanna.Það er þó nokkur verðmunur á baby-gulrótum í Costco í Bandaríkjunum og Costco í Garðabæ en ekki er um nákvæmlega sömu tegund af gulrótum að ræða.mynd/jón árniKirkland-þorskhnakkar eru á 1699 krónur kílóið í Costco í Garðabæ (til vinstri) en íslensk þorskflök á 1965 krónur kílóið í Bandaríkjunum (til hægri).vísirÞorskhnakkarnir í Costco í Garðabæ eru ódýrari en þorskflökin úti í Bandaríkjunum sem voru frá Íslandi, samkvæmt Jóni Árna. Verðmunurinn er 15 prósent, ódýrari hér heima.Kirkland-kókosvatnið er lífrænt.vísirKirkland-kókosvatn má bæði fá í Costco í Kauptúni og í Bandaríkjunum. Það kemur í stórri pakkningu, tólf 330 millilítra flöskur í einum kassa. Hér heima er kassinn á 1799 krónur, eða um 150 krónur stykkið, en í Bandaríkjunum er kassinn á 1115 krónur eða um 93 krónur stykkið. Flöskurnar eru um 60 prósent dýrarari hér á landi.Kókosvatnið í Costco í Bandaríkjunum.mynd/jón árni250 millilítra dós af Red Bull kostar 137 krónur í Costco en kaupa þarf 24 dósir í kassa.Orkudrykkinn Red Bull má fá í Costco hér heima, 24 250 millilítra dósir í kassa á 3299 krónur sem gera 137 krónur dósin. Í Bandaríkjunum kostar 239 millilítra dós hins vegar 167 krónur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Munar um 22 prósentum í verðinu, dósin ódýrari hér á Íslandi.Red Bull er aðeins dýrara í Costco í Bandaríkjunum en hér heima.mynd/jón árniKílóverðið af kjúklingi er aðeins ódýrara í Costco í Bandaríkjunum en þá þarf að kaupa fjóra saman í pakka en hér koma þeir tveir saman.vísirLífrænn kjúklingur í Costco í Bandaríkjunum kostar 489 krónur kílóið og eru þá fjórir heilir kjúklingar í pakka. Holta-kjúklingur, tveir saman í pakka, kosta í Costco hér heima 699 krónur kílóið. Verðmunurinn er 43 prósent, dýrari hér heima.Blaðamenn Vísis voru í vöruhúsi Costco í morgun þegar fyrsta fólkið mætti í hús. Nánar má lesa um það í vaktinni hér að neðan.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira