Glamour

Alexander McQueen herferð tekin á Íslandi

Ritstjórn skrifar
Glamour/Skjáskot
Það virðist sem Ísland sé ennþá í tísku, en haust-og vetrarherferð Alexander McQueen var tekin upp hér á landi. Myndirnar eru fallegar en tilfinningaþrungnar, og vildi ljósmyndarinn ná fram andstæðum í náttúrunni og endalausri birtu.

,,Ísland hefur bæði rómantíkina og grófleikann," segir á heimasíðu Alexander McQueen. Myndband herferðarinnar fylgir fréttinni. 


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.