Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Ritstjórn skrifar 6. apríl 2017 19:00 H&M er einnig á leiðinni til Íslands. Nordicphotos/Getty Hávær krafa neytenda um umhverfisvæna tísku er loksins farin að skila sér til stóru fyrirtækjana. Fyrr í vikunni hélt sænski tískurisinn H&M því fram að árið 2030 verði allar vörur þeirra 100% framleiddar úr umhverfisvænum efnum. Ásamt því að ætla aðeins að framleiða föt úr endurunnum efnum ætlar fyrirtækið einnig að minnka úrgang og gróðurhúsalofttegundir frá framleiðslunni fyrir árið 2040. Ekkert í tilkynningunni segir þó til um af hverjum fötin verða framleidd. Eins og frægt er notast flestar ódýrar fataverslanir við ódýrt vinnuafl í fátækum löndum líkt og Bangladesh, Indónesíu og Sri Lanka. Seinna í mánuðinum verða orðin þrjú ár frá mannskæðasta slysi við framleiðslu fatnaðar í marga áratugi. Þá féll saman bygging í Bangladesh sem hýsti verksmiðju sem saumaði föt fyrir ódýrar fataverslanir og létust um 1.100 manns. Þrátt fyrir að loforð H&M sé skref í rétta átt þá er þetta eitt stærsta vandamálið sem á enn eftir að takast á við. Nú er bara að vona að staðið verði við markmiðið og að fleiri fyrirtæki fylgi eftir og geri enn betur. Mest lesið Forsmekkur af haustinu hjá H&M Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Fara saman á túr Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Hangandi fyrirsætur hjá Rick Owens Glamour Sjálfsmyndir frægra á forsíðu Interview Glamour ERDEM X H&M Glamour Britney Spears setur pólitík í Ísrael á hliðina Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour
Hávær krafa neytenda um umhverfisvæna tísku er loksins farin að skila sér til stóru fyrirtækjana. Fyrr í vikunni hélt sænski tískurisinn H&M því fram að árið 2030 verði allar vörur þeirra 100% framleiddar úr umhverfisvænum efnum. Ásamt því að ætla aðeins að framleiða föt úr endurunnum efnum ætlar fyrirtækið einnig að minnka úrgang og gróðurhúsalofttegundir frá framleiðslunni fyrir árið 2040. Ekkert í tilkynningunni segir þó til um af hverjum fötin verða framleidd. Eins og frægt er notast flestar ódýrar fataverslanir við ódýrt vinnuafl í fátækum löndum líkt og Bangladesh, Indónesíu og Sri Lanka. Seinna í mánuðinum verða orðin þrjú ár frá mannskæðasta slysi við framleiðslu fatnaðar í marga áratugi. Þá féll saman bygging í Bangladesh sem hýsti verksmiðju sem saumaði föt fyrir ódýrar fataverslanir og létust um 1.100 manns. Þrátt fyrir að loforð H&M sé skref í rétta átt þá er þetta eitt stærsta vandamálið sem á enn eftir að takast á við. Nú er bara að vona að staðið verði við markmiðið og að fleiri fyrirtæki fylgi eftir og geri enn betur.
Mest lesið Forsmekkur af haustinu hjá H&M Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Fara saman á túr Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Hangandi fyrirsætur hjá Rick Owens Glamour Sjálfsmyndir frægra á forsíðu Interview Glamour ERDEM X H&M Glamour Britney Spears setur pólitík í Ísrael á hliðina Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour