Á meðal þeirra sem gengu í sýningunni voru Sophie og Sistine Stallone, sem eru dætur Sylvester Stallone, Sofia Richie, Lucky Blue Smith, Rafferty Law, sonur Jude Law ásamt fleirum sem má sjá hér fyrir neðan.
Það er langt síðan Dolce & Gabbana var talið upp á meðal heitustu tískumerkja í heiminum en nú virðist sem þeir ætli sér að snúa þeirri þróun við. Á meðal gesta tískusýningarinnar voru youtube stjörnur, ungar tískufyrirmyndir og ansi mörg börn frægra einstaklinga.






