Hagar verða helmingi stærri Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Velta Olís árið 2016 nam 31 milljarði króna og velta Lyfju er um níu milljarðar. vísir/gva Gangi kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og Lyfju eftir verður fyrirtækið þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, sé horft til veltu fyrirtækjanna. Kaupin á Olís og Lyfju eru nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Áætla má að velta Haga á rekstrarárinu 2016-2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi. Samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll í fyrrakvöld var velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því um helming, fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. Taka skal fram að þá er ekki horft til þess hvaða áhrif Costco mun hafa á starfsemi verslana Haga, enda ómögulegt að spá um það með vissu fyrirfram. Þá ber líka að líta til þess að Hagar hyggjast loka Dorothy Perkins og Topshop og hafa þegar lokað Debenhams. Hlutur þeirra verslana í heildarveltu Haga er þó óverulegur við hlið Bónuss og Hagkaupa. Eggert B. Ólafsson lögfræðingur telur víst að Samkeppniseftirlitið muni setja samrunanum skilyrði. „Fyrir þremur árum má ímynda sér að Samkeppniseftirlitið hefði íhugað að ógilda svona samruna hefði hann komið til kasta þess þá. Núna, vegna innkomu Costco á markaðinn, verður það þó varla uppi á teningnum. Hins vegar verður að teljast líklegt að Samkeppniseftirlitið setji samrunanum skilyrði,“ segir Eggert í pistli á vef fyrirtækis síns, Samkeppnisráðgjafar. Eggert bendir á að árið 2012 hafi Samkeppniseftirlitið gefið út mikla skýrslu um dagvörumarkaðinn. Sú vinna hljóti að koma að góðum notum núna þegar Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til yfirtöku Haga á Olís. Samkvæmt þeirri skýrslu var markaðshlutdeild Haga á dagvöruvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60 prósent, sem jafngildir markaðsráðandi stöðu. Horfa þurfi til þess að styrkur Hagakeðjunnar gagnvart birgjum, svokallaður kaupendastyrkur, sé þegar mikill og muni líkast til aukast töluvert við yfirtökuna á Olís. Eggert segir að horfa þurfi til ýmissa þátta. „Meðal þeirra spurninga, sem vakna vegna kaupa Haga á Olís, er hvort afsláttur hjá Olís verði skilyrtur við kaup á dagvöru í verslunum Haga. Mun Kaupás síðan fylgja í kjölfarið og kaupa Skeljung eða N1 og setja svipaða viðskiptaskilmála? Slík binding viðskiptavina við viðkomandi viðskiptahring gæti takmarkað tækifæri Costco til að veita íslensku verslunarsamstæðunum samkeppni,“ segir Eggert. Fjárfestar tóku vel í tíðindi af viðskiptunum í gær. Í lok dagsins hafði gengi bréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 5,81 prósent í tæplega 850 milljóna króna viðskiptum. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gangi kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og Lyfju eftir verður fyrirtækið þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, sé horft til veltu fyrirtækjanna. Kaupin á Olís og Lyfju eru nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Áætla má að velta Haga á rekstrarárinu 2016-2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi. Samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll í fyrrakvöld var velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því um helming, fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. Taka skal fram að þá er ekki horft til þess hvaða áhrif Costco mun hafa á starfsemi verslana Haga, enda ómögulegt að spá um það með vissu fyrirfram. Þá ber líka að líta til þess að Hagar hyggjast loka Dorothy Perkins og Topshop og hafa þegar lokað Debenhams. Hlutur þeirra verslana í heildarveltu Haga er þó óverulegur við hlið Bónuss og Hagkaupa. Eggert B. Ólafsson lögfræðingur telur víst að Samkeppniseftirlitið muni setja samrunanum skilyrði. „Fyrir þremur árum má ímynda sér að Samkeppniseftirlitið hefði íhugað að ógilda svona samruna hefði hann komið til kasta þess þá. Núna, vegna innkomu Costco á markaðinn, verður það þó varla uppi á teningnum. Hins vegar verður að teljast líklegt að Samkeppniseftirlitið setji samrunanum skilyrði,“ segir Eggert í pistli á vef fyrirtækis síns, Samkeppnisráðgjafar. Eggert bendir á að árið 2012 hafi Samkeppniseftirlitið gefið út mikla skýrslu um dagvörumarkaðinn. Sú vinna hljóti að koma að góðum notum núna þegar Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til yfirtöku Haga á Olís. Samkvæmt þeirri skýrslu var markaðshlutdeild Haga á dagvöruvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60 prósent, sem jafngildir markaðsráðandi stöðu. Horfa þurfi til þess að styrkur Hagakeðjunnar gagnvart birgjum, svokallaður kaupendastyrkur, sé þegar mikill og muni líkast til aukast töluvert við yfirtökuna á Olís. Eggert segir að horfa þurfi til ýmissa þátta. „Meðal þeirra spurninga, sem vakna vegna kaupa Haga á Olís, er hvort afsláttur hjá Olís verði skilyrtur við kaup á dagvöru í verslunum Haga. Mun Kaupás síðan fylgja í kjölfarið og kaupa Skeljung eða N1 og setja svipaða viðskiptaskilmála? Slík binding viðskiptavina við viðkomandi viðskiptahring gæti takmarkað tækifæri Costco til að veita íslensku verslunarsamstæðunum samkeppni,“ segir Eggert. Fjárfestar tóku vel í tíðindi af viðskiptunum í gær. Í lok dagsins hafði gengi bréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 5,81 prósent í tæplega 850 milljóna króna viðskiptum.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira