Verktaki vill kaupa upp fimm götur í Kópavogi Haraldur Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2017 08:00 Hús við Vallartröð eru á meðal þeirra sem Hamur þróunarfélag hefur gert tilboð í. Vísir/Vilhelm Eigandi verktakafyrirtækisins Jáverks hefur keypt eða gert tilboð í meginþorra fasteigna við fimm götur í Digraneshverfinu í Kópavogi. Vinna við breytingu á deiliskipulagi er ekki enn hafin og því liggja ekki fyrir leyfi fyrir framkvæmdum við ný fjölbýlishús sem þar á að byggja. Um er að ræða göturnar Álftröð, Háveg, Neðstutröð, Vallartröð og Skólatröð eða fasteignir í námunda við Kópavogsskóla og Menntaskólann í Kópavogi. Þær eru um 35 talsins og voru flestar byggðar á sjötta áratug síðustu aldar og hverfið því rótgróið. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur eigendum fasteigna við Neðstutröð borist tilboð í eignir þeirra. Þar má finna fjögur einbýlishús og hefur Hamur þróunarfélag, í eigu forsvarsmanna Jáverks, keypt tvö þeirra og gert tilboð í önnur. Félagið er eigandi allra þeirra fasteigna sem eigandi Jáverks hefur keypt í hverfinu. Rakarastofan Herramenn hefur verið rekin við enda götunnar að Neðstutröð 8 í 56 ár. Eigendur hennar segja í samtali við Markaðinn að eignin verði ekki seld á næstu árum. Gylfi Gíslason, eigandi og framkvæmdastjóri Jáverks og stjórnarformaður Hams þróunarfélags, vill ekki gefa upp hversu margar eignir eða fermetra félagið hefur keypt í hverfinu. Hluthafaupplýsingar um Ham hafa ekki verið uppfærðar hjá hlutafélagaskrá Ríkisskattstjóra en allt hlutafé Jáverks er í eigu Gylfa. „Við eigum allar eignir við Háveg og Skólatröð og Álftröð alveg. Við eigum meginþorrann af eignum við Neðstutröð og Vallartröð. Það er varla hægt að segja að deiliskipulagsvinna sé hafin. Það er stefnt að þéttingu byggðar en auðvitað hefur sveitarfélagið skipulagsvaldið að lokum,“ segir Gylfi.Viðskiptablaðið greindi frá kaupum á fasteignum við Háveg, Skólatröð og Álftröð í apríl síðastliðnum. Kom þá fram að rífa eigi einbýlishúsin sem standa flest á tiltölulega stórum lóðum og þétta byggðina með fjölbýlishúsum. Fréttablaðið hafði tveimur vikum síðar eftir heimildum að margar eignirnar hefðu verið seldar á yfirverði og í nokkrum tilvikum hefðu eigendur selt hús sín með tugmilljóna króna hagnaði. Nokkrir viðmælendur blaðsins líktu viðskiptunum við að fá lottóvinning. Þá var einnig greint frá því að engin vilyrði hafa verið gefin eigendum verktakafyrirtækisins um samþykkt Kópavogsbæjar á nýju deiliskipulagi eftir áformum þeirra. Af orðum Gylfa í frétt blaðsins í lok apríl mátti skilja að viðræður um breytingar við Kópavogsbæ færu á fullt eftir að eigendur Jáverks hefðu tryggt sér allar eignirnar í götunum. Um 50 íbúar í nálægum götum hafa skrifað undir erindi sem átti að afhenda Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, rétt fyrir hádegi í dag. Fundinum með bæjarstjóranum var aftur á móti frestað um viku. Íbúar við Álfhólsveg og Hátröð skrifuðu undir en einnig sumir þeirra fasteignaeigenda sem búa við Skólatröð, Neðstutröð og Vallartröð og hafa fengið tilboð frá Ham þróunarfélagi. Fullyrðir hópurinn að hart hafi verið lagt að húseigendum við Háveg að selja og gefið í skyn að að öðrum kosti myndu háar byggingar rísa í kringum eignir þeirra sem myndu fella þær í verði. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Eigandi verktakafyrirtækisins Jáverks hefur keypt eða gert tilboð í meginþorra fasteigna við fimm götur í Digraneshverfinu í Kópavogi. Vinna við breytingu á deiliskipulagi er ekki enn hafin og því liggja ekki fyrir leyfi fyrir framkvæmdum við ný fjölbýlishús sem þar á að byggja. Um er að ræða göturnar Álftröð, Háveg, Neðstutröð, Vallartröð og Skólatröð eða fasteignir í námunda við Kópavogsskóla og Menntaskólann í Kópavogi. Þær eru um 35 talsins og voru flestar byggðar á sjötta áratug síðustu aldar og hverfið því rótgróið. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur eigendum fasteigna við Neðstutröð borist tilboð í eignir þeirra. Þar má finna fjögur einbýlishús og hefur Hamur þróunarfélag, í eigu forsvarsmanna Jáverks, keypt tvö þeirra og gert tilboð í önnur. Félagið er eigandi allra þeirra fasteigna sem eigandi Jáverks hefur keypt í hverfinu. Rakarastofan Herramenn hefur verið rekin við enda götunnar að Neðstutröð 8 í 56 ár. Eigendur hennar segja í samtali við Markaðinn að eignin verði ekki seld á næstu árum. Gylfi Gíslason, eigandi og framkvæmdastjóri Jáverks og stjórnarformaður Hams þróunarfélags, vill ekki gefa upp hversu margar eignir eða fermetra félagið hefur keypt í hverfinu. Hluthafaupplýsingar um Ham hafa ekki verið uppfærðar hjá hlutafélagaskrá Ríkisskattstjóra en allt hlutafé Jáverks er í eigu Gylfa. „Við eigum allar eignir við Háveg og Skólatröð og Álftröð alveg. Við eigum meginþorrann af eignum við Neðstutröð og Vallartröð. Það er varla hægt að segja að deiliskipulagsvinna sé hafin. Það er stefnt að þéttingu byggðar en auðvitað hefur sveitarfélagið skipulagsvaldið að lokum,“ segir Gylfi.Viðskiptablaðið greindi frá kaupum á fasteignum við Háveg, Skólatröð og Álftröð í apríl síðastliðnum. Kom þá fram að rífa eigi einbýlishúsin sem standa flest á tiltölulega stórum lóðum og þétta byggðina með fjölbýlishúsum. Fréttablaðið hafði tveimur vikum síðar eftir heimildum að margar eignirnar hefðu verið seldar á yfirverði og í nokkrum tilvikum hefðu eigendur selt hús sín með tugmilljóna króna hagnaði. Nokkrir viðmælendur blaðsins líktu viðskiptunum við að fá lottóvinning. Þá var einnig greint frá því að engin vilyrði hafa verið gefin eigendum verktakafyrirtækisins um samþykkt Kópavogsbæjar á nýju deiliskipulagi eftir áformum þeirra. Af orðum Gylfa í frétt blaðsins í lok apríl mátti skilja að viðræður um breytingar við Kópavogsbæ færu á fullt eftir að eigendur Jáverks hefðu tryggt sér allar eignirnar í götunum. Um 50 íbúar í nálægum götum hafa skrifað undir erindi sem átti að afhenda Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, rétt fyrir hádegi í dag. Fundinum með bæjarstjóranum var aftur á móti frestað um viku. Íbúar við Álfhólsveg og Hátröð skrifuðu undir en einnig sumir þeirra fasteignaeigenda sem búa við Skólatröð, Neðstutröð og Vallartröð og hafa fengið tilboð frá Ham þróunarfélagi. Fullyrðir hópurinn að hart hafi verið lagt að húseigendum við Háveg að selja og gefið í skyn að að öðrum kosti myndu háar byggingar rísa í kringum eignir þeirra sem myndu fella þær í verði. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira