Íslandsmeistarar KR í Domino´s-deild karla í körfubolta hafa áhuga á að fá Kristófer Acox til liðs við sig fyrir úrslitakeppnina en vesturbæjarliðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn á sunnudaginn og verður með heimaleikjarétt alla úrslitakeppnina.
Kristófer, sem er landsliðsmaður í körfubolta, spilaði frábærlega með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum á þessari leiktíð en liðið féll óvænt úr leik á dögunum. Því hefur verið hávær orðrómur um að hann komi heim og spili úrslitakeppnina með KR.
„Það eru alltaf einhverjir orðrómar sem er það skemmtilega við sportið,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Félagaskipti eru ekki leyfð í Domino´s-deildinni núna en Kristófer er skráður í KR á Íslandi og gæti því spilað með meisturunum ef hann vill.
„Það er frekar ólíklegt. Hann er að klára námið út. Hann vill eðlilega komast þaðan burt með gráðu. Hann er búinn að spila frábærlega. Kristófer væri frábær viðbót við liðið en við reiknum ekki með honum,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.
KR-ingar reikna ekki með Kristófer Acox í úrslitakeppninni
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

