MS ætlar að breyta mysu í vín innan tveggja ára Haraldur Guðmundsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ný verksmiðja Heilsupróteins á Sauðárkróki verður vígð á laugardag. Mjólkursamsalan (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga stefna að framleiðslu á etanóli eða alkóhóli úr mjólkursykri mysu innan tveggja ára. Verður hún hluti af nýrri verksmiðju dótturfélags fyrirtækjanna tveggja á Sauðárkróki og nýtt til framleiðslu á vínanda, iðnaðarspíra og mögulega lífrænu eldsneyti. Ari Ewdald, forstjóri MS.„Þær niðurstöður sem liggja fyrir lofa mjög góðu og við erum fullviss um að það verði af þessu verkefni. Þetta eru hátt í 2.500 tonn af þurrefni, eða sykri úr mysunni, á ári og það eru ýmsir möguleikar,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnarformaður dótturfélagsins Heilsupróteins ehf. Etanólframleiðslan mun að sögn Ara nema um einni og hálfri milljón lítra á ári og í fyrstu að mestu seld öðrum fyrirtækjum til iðnaðarnota. Íslenskir áfengisframleiðendur geti þá þróað vörur úr alíslenskum spíra. MS hefur unnið að verkefninu síðan 2015 og meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri, danska tækniháskólann DTU og áfengisframleiðandann íslenska Foss Distillery. Fréttablaðið fjallaði um hugmyndina í nóvember 2015. Kom þá fram að mesti ávinningurinn myndi fylgja framleiðslu á vínanda. „Við sem að þessu stöndum teljum að það verði meginviðfangsefni mjólkuriðnaðarins á næstu áratugum að þróa frekari neytendavörur úr þessum hráefnum,“ segir Ari en próteinduft úr mysu verður framleitt í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. „Foss Distillery er aðalsamstarfsaðili okkar í etanólverkefninu og það er verið að skoða einnig vörur frá öðrum frumkvöðlum. Til dæmis verður í vígsluathöfn verksmiðjunnar boðið upp á mjólkurlíkjör frá fyrirtækinu Jöklu sem hefur þróað tvær tegundir af slíkum drykk. Um er að ræða fimmfalt meira magn af etanóli en notað er til áfengisframleiðslu á einu ári á Íslandi. Það eru ýmis tækifæri í vörumerkjum á neytendamarkaði en þetta mun skýrast fljótlega og verða tilbúið innan tveggja ára,“ segir Ari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga stefna að framleiðslu á etanóli eða alkóhóli úr mjólkursykri mysu innan tveggja ára. Verður hún hluti af nýrri verksmiðju dótturfélags fyrirtækjanna tveggja á Sauðárkróki og nýtt til framleiðslu á vínanda, iðnaðarspíra og mögulega lífrænu eldsneyti. Ari Ewdald, forstjóri MS.„Þær niðurstöður sem liggja fyrir lofa mjög góðu og við erum fullviss um að það verði af þessu verkefni. Þetta eru hátt í 2.500 tonn af þurrefni, eða sykri úr mysunni, á ári og það eru ýmsir möguleikar,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnarformaður dótturfélagsins Heilsupróteins ehf. Etanólframleiðslan mun að sögn Ara nema um einni og hálfri milljón lítra á ári og í fyrstu að mestu seld öðrum fyrirtækjum til iðnaðarnota. Íslenskir áfengisframleiðendur geti þá þróað vörur úr alíslenskum spíra. MS hefur unnið að verkefninu síðan 2015 og meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri, danska tækniháskólann DTU og áfengisframleiðandann íslenska Foss Distillery. Fréttablaðið fjallaði um hugmyndina í nóvember 2015. Kom þá fram að mesti ávinningurinn myndi fylgja framleiðslu á vínanda. „Við sem að þessu stöndum teljum að það verði meginviðfangsefni mjólkuriðnaðarins á næstu áratugum að þróa frekari neytendavörur úr þessum hráefnum,“ segir Ari en próteinduft úr mysu verður framleitt í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. „Foss Distillery er aðalsamstarfsaðili okkar í etanólverkefninu og það er verið að skoða einnig vörur frá öðrum frumkvöðlum. Til dæmis verður í vígsluathöfn verksmiðjunnar boðið upp á mjólkurlíkjör frá fyrirtækinu Jöklu sem hefur þróað tvær tegundir af slíkum drykk. Um er að ræða fimmfalt meira magn af etanóli en notað er til áfengisframleiðslu á einu ári á Íslandi. Það eru ýmis tækifæri í vörumerkjum á neytendamarkaði en þetta mun skýrast fljótlega og verða tilbúið innan tveggja ára,“ segir Ari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira