Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlin unnu fimm marka útisigur á Lemgo, 29-34, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Bjarki Már skoraði tvö mörk fyrir Berlínarrefina sem hafa unnið þrjá leiki í röð.
Füchse Berlin er í 4. sæti deildarinnar með 30 stig, fimm stigum á eftir toppliði Flensburg.
Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Team Tvis Holstebro sem laut í lægra haldi, 28-30, fyrir úkraínska liðinu Motor Zaporzhye í D-riðli Meistaradeildar Evrópu.
Þetta var lokaleikur Holstebro í Meistaradeildinni í vetur. Vignir og félagar enduðu í 5. sæti riðilsins með fimm stig.
