Mikilvægi hófseminnar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 07:00 Stjórnmálamenn eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir segja að þeir séu of margir og aðrir eru þeirrar skoðunar að allir aðrir en þeir sem núna eru í stjórnmálum eigi að vera þar. Það þykir jafnvel gáfuleg skoðun að stjórnmálamenn skipti ekki lengur máli, heimurinn sé breyttur og áhrifin liggi annars staðar en hjá kjörnum fulltrúum. Ég er ekki sammála því sjónarmiði og það skiptir máli hvernig stjórnmálamenn tjá sig. Á undanförnum árum hefur þeim stjórnmálamönnum fjölgað, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, sem telja sér til framdráttar að hampa öfgahópum. Þeir fara fram með stóryrðum, skeyta engu um staðreyndir, rannsóknir eða sannleika og láta sig engu varða þótt ummæli þeirra valdi einstaklingum eða hópum tjóni eða ótta. Skiljanlega fljóta fjölmiðlarnir með, það er fréttnæmt þegar frambjóðendur til hárra embætta segja krassandi hluti umbúðalaust og láta alla heyra það. Og í sjálfu sér getur verið nauðsynlegt að hlutirnir séu sagðir hreint og beint. En það er ekki afsökun fyrir fordómum, hatri og fáfræði né heldur lýðskrumi hvers konar. Slíkt tal manna sem eru í kastljósi fjölmiðla er beinlínis hættulegt því það gefur öfgaöflunum skjól, normaliserar þau og verður að lokum skálkaskjól ofbeldis og glæpa. Um það eru sorgleg nýleg dæmi. Þess vegna eiga fjölmiðlar að veita hefðbundnum stjórnmálamönnum meiri athygli, gefa þeim meiri tíma sem vanda málflutning sinn, jafnvel þó þeir séu ekki eins mikið bíó og hinir. Það er betra að stjórnmálamenn séu skemmtilegir og áhugaverðir, en mestu skiptir að þeir séu málefnalegir og ábyrgir. Slíkir stjórnmálamenn valda ekki skaða. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Stjórnmálamenn eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir segja að þeir séu of margir og aðrir eru þeirrar skoðunar að allir aðrir en þeir sem núna eru í stjórnmálum eigi að vera þar. Það þykir jafnvel gáfuleg skoðun að stjórnmálamenn skipti ekki lengur máli, heimurinn sé breyttur og áhrifin liggi annars staðar en hjá kjörnum fulltrúum. Ég er ekki sammála því sjónarmiði og það skiptir máli hvernig stjórnmálamenn tjá sig. Á undanförnum árum hefur þeim stjórnmálamönnum fjölgað, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, sem telja sér til framdráttar að hampa öfgahópum. Þeir fara fram með stóryrðum, skeyta engu um staðreyndir, rannsóknir eða sannleika og láta sig engu varða þótt ummæli þeirra valdi einstaklingum eða hópum tjóni eða ótta. Skiljanlega fljóta fjölmiðlarnir með, það er fréttnæmt þegar frambjóðendur til hárra embætta segja krassandi hluti umbúðalaust og láta alla heyra það. Og í sjálfu sér getur verið nauðsynlegt að hlutirnir séu sagðir hreint og beint. En það er ekki afsökun fyrir fordómum, hatri og fáfræði né heldur lýðskrumi hvers konar. Slíkt tal manna sem eru í kastljósi fjölmiðla er beinlínis hættulegt því það gefur öfgaöflunum skjól, normaliserar þau og verður að lokum skálkaskjól ofbeldis og glæpa. Um það eru sorgleg nýleg dæmi. Þess vegna eiga fjölmiðlar að veita hefðbundnum stjórnmálamönnum meiri athygli, gefa þeim meiri tíma sem vanda málflutning sinn, jafnvel þó þeir séu ekki eins mikið bíó og hinir. Það er betra að stjórnmálamenn séu skemmtilegir og áhugaverðir, en mestu skiptir að þeir séu málefnalegir og ábyrgir. Slíkir stjórnmálamenn valda ekki skaða. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun