Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 13:32 Samtök atvinnulífsins telja að verðmæti geti falist í því að stytta grunnskólanám Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins segja að það kunni að felast ákveðin tækifæri í því að stytta grunnskólanám um eitt ár. SA bendir á að gæðum hafi hrakað í skólastarfi. Það megi sjá á árangri íslenskra nemenda í PISA prófunum, en árangur hefur versnað í þeim undanfarin ár, einkum í stærðfræði og lestri. Til viðbótar standa íslenskir grunnskólar frammi fyrir fyrirsjáanlegum skorti á kennurum, auk þess sem töluvert ójafnvægi er á milli kyns og fræðilegs bakgrunns þeirra sem nýlega eru útskrifaðir. Íslenskir nemendur fá að jafnaði færri skóladaga á ársgrundvelli heldur en nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum. Í heildina litið jafnast þetta út og dagarnir eru um það bil jafn margir undir lok náms, þar sem að náminu hér á landi er lokið á lengri tíma. Efnahags- og framfarastofnunin OECD bendir á að misjafnt sé hversu margar klukkustundur fari í grunnskólanám hjá ríkjum en segir um leið að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli. Gæði náms og nýting á tíma séu það sem líta þurfi til. Það er mat SA að tími sé kominn á að skoða styttingu grunnskólanáms af alvöru, en samtökin lögðu þessa hugmynd einnig til árið 2002, samhliða tillögu um styttingu framhaldsskóla sem nú er komin í gegn.Fræjum styttingar sáð Með því að færa rafræn könnunarpróf úr 10. bekk niður í 9. bekk segir SA að búið sé að sá fræjum styttingar. Þessi breyting var gerð á kjörtímabilinu 2013-2016 með breytingu á aðalnámskrá grunnskólanna. Þar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að nemandi í 9. bekk geti innritast í framhaldsskóla sé hann búinn að ná góðum tökum á efni 10. bekkjar. Aukning hefur orðið á milli ára í þessum efnum, þar sem nemendur úr 9. bekk sleppa 10. bekk og innrita sig beint í framhaldsskóla í meira mæli. Stytting myndi milda áhrif kennaraskorts, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Auk þess mætti gera ráð fyrir auknu fjármagni, að því gefnu að fjárframlög til grunnskóla yrðu ekki lækkuð. Hækkunin, samkvæmt SA, myndi nema tæplega 184 þúsund krónum á hvern nemanda og væri auðvelt að nýta slíkt til þess að bæta gæði náms og skólastarfs. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að það kunni að felast ákveðin tækifæri í því að stytta grunnskólanám um eitt ár. SA bendir á að gæðum hafi hrakað í skólastarfi. Það megi sjá á árangri íslenskra nemenda í PISA prófunum, en árangur hefur versnað í þeim undanfarin ár, einkum í stærðfræði og lestri. Til viðbótar standa íslenskir grunnskólar frammi fyrir fyrirsjáanlegum skorti á kennurum, auk þess sem töluvert ójafnvægi er á milli kyns og fræðilegs bakgrunns þeirra sem nýlega eru útskrifaðir. Íslenskir nemendur fá að jafnaði færri skóladaga á ársgrundvelli heldur en nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum. Í heildina litið jafnast þetta út og dagarnir eru um það bil jafn margir undir lok náms, þar sem að náminu hér á landi er lokið á lengri tíma. Efnahags- og framfarastofnunin OECD bendir á að misjafnt sé hversu margar klukkustundur fari í grunnskólanám hjá ríkjum en segir um leið að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli. Gæði náms og nýting á tíma séu það sem líta þurfi til. Það er mat SA að tími sé kominn á að skoða styttingu grunnskólanáms af alvöru, en samtökin lögðu þessa hugmynd einnig til árið 2002, samhliða tillögu um styttingu framhaldsskóla sem nú er komin í gegn.Fræjum styttingar sáð Með því að færa rafræn könnunarpróf úr 10. bekk niður í 9. bekk segir SA að búið sé að sá fræjum styttingar. Þessi breyting var gerð á kjörtímabilinu 2013-2016 með breytingu á aðalnámskrá grunnskólanna. Þar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að nemandi í 9. bekk geti innritast í framhaldsskóla sé hann búinn að ná góðum tökum á efni 10. bekkjar. Aukning hefur orðið á milli ára í þessum efnum, þar sem nemendur úr 9. bekk sleppa 10. bekk og innrita sig beint í framhaldsskóla í meira mæli. Stytting myndi milda áhrif kennaraskorts, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Auk þess mætti gera ráð fyrir auknu fjármagni, að því gefnu að fjárframlög til grunnskóla yrðu ekki lækkuð. Hækkunin, samkvæmt SA, myndi nema tæplega 184 þúsund krónum á hvern nemanda og væri auðvelt að nýta slíkt til þess að bæta gæði náms og skólastarfs.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira