Erlent

Hönnuðu auðbyggjanlegan göngukofa fyrir íslenskar aðstæður

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Göngukofinn var hannaður með Ísland í huga.
Göngukofinn var hannaður með Ísland í huga. Mynd/Utopia Arkitekter
Sænska arkitektastofan Utopia Arkitekter hafa hannað göngukofa sem auðvelt á að vera setja upp og koma fyrir. Hugmyndin er að miklu leyti innblásin af Íslandi og íslenskum aðstæðum.

Arkitektarnir segja að upphaflega hugmyndin hafi verið að hanna byggingu sem hægt væri að koma auðveldlega fyrir á vinsælustu gönguleiðum á íslenska hálendinu. Göngukofarnir bera meðal annars íslenskt nafn, Skýli, auk þess sem hinir íslensku burstabæir voru hafðir til hliðsjónar við hönnunina.

Þá segja arkitektarnir að hin skærblái litur þaksins eigi að tákna hina litskrúðugar íbúðagötur sem víða megi finna í miðborg Reykjavíkur.

Aðeins á að taka tvo til þrjá daga að reisa kofann sem gerður er aðallega úr timbri og stáli. Er hann reistur á sökkli sem á að vera hægt að aðlaga hvaða aðstæðum sem er.

Göngukofinn hefur verið tilnefndur til verðlauna í flokki tómstundaverkefna á Worl Architecture Fair-hátíðinni í Berlín sem haldin verður um næstu helgi.

Líkt og sjá á meðfylgjandi myndum er göngukofinn hinn glæsilegasti en nánar má lesa um Skýli hér.

Mynd/Utopia Arkitekter
Mynd/Utopia Arkitekter
Mynd/Utopia Arkitekter
Mynd/Utopia Arkitekter
Mynd/Utopia Arkitekter
Mynd/Utopia Arkitekter



Fleiri fréttir

Sjá meira


×