Körfubolti

Njarðvík mætir KR í bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tindastóll sigraði Val í 16-liða úrslitunum í gær
Tindastóll sigraði Val í 16-liða úrslitunum í gær
Dregið var í 8-liða úrslit í Maltbikarkeppni karla og kvenna í hádeginu í dag. Þrír úrvalsdeildarslagir eru karlamegin. Íslandsmeistarar KR fara í heimsókn til Njarðvíkur og spútniklið ÍR fékk erfiðan útileik gegn Tindastóli.

Toppliðin í Domino's-deild kvenna drógust ekki saman en Valskonur, sem tróna á toppi deildairnnar, fengu útileik gegn Snæfelli.

Hér fyrir neðan má sjá leikina sem og beina textalýsingu okkar.

8-liða úrslit karla:

Njarðvík - KR

Tindastóll - ÍR

Breiðablik - Höttur

Keflavík - Haukar

8-liða úrslit kvenna:

Skallagrímur - ÍR

Snæfell - Valur

Njarðvík - Breiðablik

Keflavík - KR




Fleiri fréttir

Sjá meira
×