Ekki svigrúm til þess að lækka þjónustugjöld til almennings Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 9. nóvember 2017 22:15 Íslandsbanki hagnaðist um rúma tíu milljarða fyrstu níu mánuði þessa árs, samkvæmt uppgjöri sem var birt í dag. Aukning hefur verið á lánum vegna húsnæðis- og bílakaupa á síðustu misserum. Bankastjóri Íslandsbanka segir þó ekki mikið svigrúm til þess að lækka þjónustugjöld til almennings. Íslandsbanki birti í dag uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs, hagnaður eftir skatta nam 10,1 milljarði borið saman við rúma 15 milljarða í fyrra, en þá hagnaðist bankinn á sölu Borgunnar á hlutum í Visa Europe. Útlán hafa aukist um 54 milljarða á þessu ári, þá einkum til fyrirtækja. Arðsemi eigin fjár var 7,7% á tímabilinu samanborið við 10,3% á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Í tilkynningu frá Íslandsbanka í dag kom fram að þessi hagnaður væri í samræmi við markmið bankans. „Við sáum mjög góðan vöxt á fyrri hluta árs, núna fyrstu níu mánuðina í útlánum hjá bankanum. Þetta er að koma samt alls staðar að. Þetta eru bæði húsnæðislán, bílalán og fyrirtækjalán. Auðvitað hefur verið fjárfestingarþörf í ákveðnum geirum eins og til dæmis í ferðaþjónustunni, og við höfum verið að taka þátt í því en auðvitað sjáum við að eftirspurn er aðeins að minnka varðandi fjárfestingar þar,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki hefur lokað 12 útibúum á síðustu sex árum og eru þau nú 14 talsins. Birna segir að miklar breytingar séu framundan í starfsemi bankanna. Í dag eru mun fleiri sem nýta sér þjónustu í gegnum snjallsímaforrit bankans eða netið. Varðandi þjónustugjöldin segir Birna: „Ég held að það sé bara mikilvægt að við séum að verðleggja þjónustuna rétt, þannig að það sé verið að borga fyrir hana það sem hún kostar, ég held að það sé þar sem við viljum vera.“ Aðspurð hvort það væri ekki svigrúm til þess að lækka þjónustugjöld til almennings í ljósi hagnaðarins svarar Birna: „Ef þú horfir á arðsemina og eigið fé sem er búið að setja inn í bankann, þá erum við bara þar sem kröfurnar eru gerðar.“ Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um rúma tíu milljarða fyrstu níu mánuði þessa árs, samkvæmt uppgjöri sem var birt í dag. Aukning hefur verið á lánum vegna húsnæðis- og bílakaupa á síðustu misserum. Bankastjóri Íslandsbanka segir þó ekki mikið svigrúm til þess að lækka þjónustugjöld til almennings. Íslandsbanki birti í dag uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs, hagnaður eftir skatta nam 10,1 milljarði borið saman við rúma 15 milljarða í fyrra, en þá hagnaðist bankinn á sölu Borgunnar á hlutum í Visa Europe. Útlán hafa aukist um 54 milljarða á þessu ári, þá einkum til fyrirtækja. Arðsemi eigin fjár var 7,7% á tímabilinu samanborið við 10,3% á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Í tilkynningu frá Íslandsbanka í dag kom fram að þessi hagnaður væri í samræmi við markmið bankans. „Við sáum mjög góðan vöxt á fyrri hluta árs, núna fyrstu níu mánuðina í útlánum hjá bankanum. Þetta er að koma samt alls staðar að. Þetta eru bæði húsnæðislán, bílalán og fyrirtækjalán. Auðvitað hefur verið fjárfestingarþörf í ákveðnum geirum eins og til dæmis í ferðaþjónustunni, og við höfum verið að taka þátt í því en auðvitað sjáum við að eftirspurn er aðeins að minnka varðandi fjárfestingar þar,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki hefur lokað 12 útibúum á síðustu sex árum og eru þau nú 14 talsins. Birna segir að miklar breytingar séu framundan í starfsemi bankanna. Í dag eru mun fleiri sem nýta sér þjónustu í gegnum snjallsímaforrit bankans eða netið. Varðandi þjónustugjöldin segir Birna: „Ég held að það sé bara mikilvægt að við séum að verðleggja þjónustuna rétt, þannig að það sé verið að borga fyrir hana það sem hún kostar, ég held að það sé þar sem við viljum vera.“ Aðspurð hvort það væri ekki svigrúm til þess að lækka þjónustugjöld til almennings í ljósi hagnaðarins svarar Birna: „Ef þú horfir á arðsemina og eigið fé sem er búið að setja inn í bankann, þá erum við bara þar sem kröfurnar eru gerðar.“
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur