Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Ritstjórn skrifar 23. október 2017 20:00 Glamour/Skjáskot Nýjar hugmyndir í tískuheiminum eru alltaf skemmtilegar og spennandi, en við erum hins vegar ekki alveg vissar með þessa hér. Ungi hönnuðurinn Thibaut kynnti þessar ,,gallabuxur" til leiks á Amazon Fashion Week Tokyo, eða tískuvikunni í Tókýó, á dögunum. Það virðist sem svo þetta hafi einhverntímann verið gallabuxur, en það væri aldeilis búið að snyrta þær til og ekkert er eftir nema saumarnir. Rassvasarnir voru meira að segja teknir af. Afraksturinn er buxnastrengur með lafandi saumum niður skálmarnar, nei, við vitum ekki hvaða orð við eigum að nota til að lýsa þessum buxum. Við höldum að það verði mjög erfitt fyrir þessa flík að skapa sér sess í fataskápum heimsbyggðarinnar, enda mjög ópraktískt. Mest lesið Silkiklæddir kúrekar hjá Calvin Klein Glamour Prjónapeysur í yfirstærð í vetur Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Reimuð stígvél og buxur í vandræðalegri sídd Glamour Vinnur á ótímabærum áhrifum öldrunar Glamour Emmy 2015: Verst klæddar á rauða dreglinum Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour Ashley Graham situr fyrir nakin í V Magazine Glamour Fimm bestu brúnkukremin að mati Glamour Glamour Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour
Nýjar hugmyndir í tískuheiminum eru alltaf skemmtilegar og spennandi, en við erum hins vegar ekki alveg vissar með þessa hér. Ungi hönnuðurinn Thibaut kynnti þessar ,,gallabuxur" til leiks á Amazon Fashion Week Tokyo, eða tískuvikunni í Tókýó, á dögunum. Það virðist sem svo þetta hafi einhverntímann verið gallabuxur, en það væri aldeilis búið að snyrta þær til og ekkert er eftir nema saumarnir. Rassvasarnir voru meira að segja teknir af. Afraksturinn er buxnastrengur með lafandi saumum niður skálmarnar, nei, við vitum ekki hvaða orð við eigum að nota til að lýsa þessum buxum. Við höldum að það verði mjög erfitt fyrir þessa flík að skapa sér sess í fataskápum heimsbyggðarinnar, enda mjög ópraktískt.
Mest lesið Silkiklæddir kúrekar hjá Calvin Klein Glamour Prjónapeysur í yfirstærð í vetur Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Reimuð stígvél og buxur í vandræðalegri sídd Glamour Vinnur á ótímabærum áhrifum öldrunar Glamour Emmy 2015: Verst klæddar á rauða dreglinum Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour Ashley Graham situr fyrir nakin í V Magazine Glamour Fimm bestu brúnkukremin að mati Glamour Glamour Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour