Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2017 11:25 Tilnefningin er í flokki sem nefnist besti kostur viðskiptavina og er þjónusta sem Gagnaveita Reykjavíkur býður upp á og nefnist „Ein heimsókn“. Gagnaveita Reykjavíkur Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að tilnefningin sé í flokki sem nefnist besti kostur viðskiptavina. Um sé að ræða þjónustu sem Gagnaveita Reykjavíkur býður upp á og nefnist „Ein heimsókn“. „„Ein heimsókn“ er samstarfsverkefni Gagnaveitu Reykjavíkur og þeirra sex fjarskiptafyrirtækja sem veita þjónustu um Ljósleiðarann,sem er vörumerki Gagnaveitu Reykjavíkur. Samstarfsverkefnið felur í sér að í aðeins einni heimsókn til viðskiptavina í stað tveggja áður, er gengið frá öllum nauðsynlegum tengingum á heimilum fólks og ljósleiðarasambandið prófað og það afhent tilbúið til notkunar,“ segir í tilkynningunni. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, segir þetta vera mikla viðurkenningu á vinnu fyrirtækisins við að efla þjónustuna við viðskiptavini Ljósleiðarans. „Það er gott að fá klapp á bakið frá fólki sem starfar í sama geira úti í heimi, fólki sem hefur mikla innsýn í hvað skiptir máli í þessum geira. Verkefnið Ein heimsókn hefur tekist mjög vel og samstarfið við Vodafone, Nova, 365, Símafélagið, Hringiðuna og Hringdu, verið frábært. Sókn Ljósleiðarans á markaði er ekki síst þessu verkefni að þakka og útbreiðsla hans gerir það að verkum að íslensk heimili eru á meðal þeirra best tengdu í heimi, samkvæmt opinberum úttektum,“ segir Erling Freyr. Broadband World Forum er einn stærsti vettvangur fjarskiptafyrirtækja fyrir uppbyggingu háhraðaneta, að því er fram kemur í tilkynningunni. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að tilnefningin sé í flokki sem nefnist besti kostur viðskiptavina. Um sé að ræða þjónustu sem Gagnaveita Reykjavíkur býður upp á og nefnist „Ein heimsókn“. „„Ein heimsókn“ er samstarfsverkefni Gagnaveitu Reykjavíkur og þeirra sex fjarskiptafyrirtækja sem veita þjónustu um Ljósleiðarann,sem er vörumerki Gagnaveitu Reykjavíkur. Samstarfsverkefnið felur í sér að í aðeins einni heimsókn til viðskiptavina í stað tveggja áður, er gengið frá öllum nauðsynlegum tengingum á heimilum fólks og ljósleiðarasambandið prófað og það afhent tilbúið til notkunar,“ segir í tilkynningunni. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, segir þetta vera mikla viðurkenningu á vinnu fyrirtækisins við að efla þjónustuna við viðskiptavini Ljósleiðarans. „Það er gott að fá klapp á bakið frá fólki sem starfar í sama geira úti í heimi, fólki sem hefur mikla innsýn í hvað skiptir máli í þessum geira. Verkefnið Ein heimsókn hefur tekist mjög vel og samstarfið við Vodafone, Nova, 365, Símafélagið, Hringiðuna og Hringdu, verið frábært. Sókn Ljósleiðarans á markaði er ekki síst þessu verkefni að þakka og útbreiðsla hans gerir það að verkum að íslensk heimili eru á meðal þeirra best tengdu í heimi, samkvæmt opinberum úttektum,“ segir Erling Freyr. Broadband World Forum er einn stærsti vettvangur fjarskiptafyrirtækja fyrir uppbyggingu háhraðaneta, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira