Svipmynd Markaðarins: Nýtur þess að vera með marga bolta á lofti 14. október 2017 10:30 Anna Þóra Ísfold er nýráðin framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga. mynd/Sarah Yasdani Anna Þóra Ísfold tók við starfi framkvæmdastjóra Félags viðskipta- og hagfræðinga í síðasta mánuði. Anna á fjölbreyttan feril að baki, hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og sérhæft sig í ráðgjöf og umsjón samfélagsmiðla fyrir stofnanir og fyrirtæki, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Persónulega hvernig hugsanir mínar hafa breyst, hvernig ég stýri þeim í jákvæðan lausnamiðaðan farveg ef á móti blæs og leyfi mér að vera berskjölduð. Á hverju ári set ég mér markmið, fyrir einhverja galdra kem ég þeim í verk, ef þau voru sett á blað. Til dæmis lauk ég diplómanámi í lýðheilsuvísindum í vor og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði vorið 2016. Í haust bauðst mér tækifæri til að stýra og byggja upp Félag viðskipta- og hagfræðinga með öflugri stjórn. Það sem kom sjálfri mér á óvart í ár var að ég hélt að ég væri endanlega útskrifuð úr skóla en er í dag að læra alþjóðlega stjórnendamarkþjálfun í Opna háskólanum í Reykjavík. Ætli kosningar í október hafi ekki komið mér mest á óvart af því sem tengist samfélaginu okkar.Hvaða app notarðu mest? Ég nýti Podcast mikið fyrir innri ró og sjálfsrækt, allt frá TED Talks til Super Soul Oprah’s og allt þar á milli.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Dætur mínar fá stærstan bita af kökunni. Við förum í sund, lesum bækur, spilum, spáum í lífið, dönsum og leikum okkur. Ég sit í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu í sjálfboðavinnu, nýt þess að koma að verkefnum sem munu verða dætrum mínum til góða, að birtingarmynd samfélagsins verði komin í jafnvægi þegar þær fara út á atvinnumarkaðinn. Matseld er ástríða mín ásamt því að hafa nördalegan áhuga á D-vítamíni og fræðigreinum því tengdum. Er lestrarhestur og get gleymt mér, les í Kindle-appinu bækur sem mér dettur þann daginn í hug að kaupa mér. Þessa dagana er ég að lesa Option B: Facing adversity, building resilience and finding Joy eftir Sheryl Sandberg og Adam Grant. Brené Brown er líka í sérstöku uppáhaldi þessa dagana.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég hef einbeitt hugað að lífsstíl mínum liðin ár, mataræði sett á oddinn með skipulagningu. Stundatafla Hreyfingar kemur mikið við sögu við líkamlega uppbyggingu. Skoða töfluna kvöldið áður og vel mér tíma sem hentar dagskrá morgundagsins. Hlaup og lyftingar í uppáhaldi. Klukkutíma kröftug vöðvauppbygging og þolæfing, mæli með því! Andlega formið kemur svo í sundlauginni í Bjarnarfirði, með flothettunni frá Systrasamlaginu. Besta tilfinning í heimi að fljóta þyngdarlaus undir stjörnubjörtum himni og norðurljósum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er gömul sál varðandi tónlist, diskó og eitís.Ertu í þínu draumastarfi? Það er flókin spurning að spyrja mig út í draumastarfið. Ég nýt þess að vera með marga bolta á lofti, er í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga. Starfið er krefjandi, tengt rekstri, viðburðum, innleiðingu stefnumótunar og framtíðarsýnar stjórnar. Á móti hef ég byggt upp ráðgjafarstörf á sviði markaðsráðgjafar með áherslu á greiningu, innleiðingu og umsjón samfélagsmiðla, starfa með fyrirtækjum og félögum að því að ná fótfestu á þessu sviði og veiti starfsfólki handleiðslu. Lýðheilsu- og D-vítamínnördinn í mér fær stundum útrás með greinaskrifum, ráðgjöf tengdri heilsu fólks og fyrirlestrum um efnið. Já, ætli megi ekki segja að í þessari blöndu felist draumastarfið, þar sem þekking, menntun og ástríða mætast er einmitt draumastarfið. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Anna Þóra Ísfold tók við starfi framkvæmdastjóra Félags viðskipta- og hagfræðinga í síðasta mánuði. Anna á fjölbreyttan feril að baki, hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og sérhæft sig í ráðgjöf og umsjón samfélagsmiðla fyrir stofnanir og fyrirtæki, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Persónulega hvernig hugsanir mínar hafa breyst, hvernig ég stýri þeim í jákvæðan lausnamiðaðan farveg ef á móti blæs og leyfi mér að vera berskjölduð. Á hverju ári set ég mér markmið, fyrir einhverja galdra kem ég þeim í verk, ef þau voru sett á blað. Til dæmis lauk ég diplómanámi í lýðheilsuvísindum í vor og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði vorið 2016. Í haust bauðst mér tækifæri til að stýra og byggja upp Félag viðskipta- og hagfræðinga með öflugri stjórn. Það sem kom sjálfri mér á óvart í ár var að ég hélt að ég væri endanlega útskrifuð úr skóla en er í dag að læra alþjóðlega stjórnendamarkþjálfun í Opna háskólanum í Reykjavík. Ætli kosningar í október hafi ekki komið mér mest á óvart af því sem tengist samfélaginu okkar.Hvaða app notarðu mest? Ég nýti Podcast mikið fyrir innri ró og sjálfsrækt, allt frá TED Talks til Super Soul Oprah’s og allt þar á milli.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Dætur mínar fá stærstan bita af kökunni. Við förum í sund, lesum bækur, spilum, spáum í lífið, dönsum og leikum okkur. Ég sit í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu í sjálfboðavinnu, nýt þess að koma að verkefnum sem munu verða dætrum mínum til góða, að birtingarmynd samfélagsins verði komin í jafnvægi þegar þær fara út á atvinnumarkaðinn. Matseld er ástríða mín ásamt því að hafa nördalegan áhuga á D-vítamíni og fræðigreinum því tengdum. Er lestrarhestur og get gleymt mér, les í Kindle-appinu bækur sem mér dettur þann daginn í hug að kaupa mér. Þessa dagana er ég að lesa Option B: Facing adversity, building resilience and finding Joy eftir Sheryl Sandberg og Adam Grant. Brené Brown er líka í sérstöku uppáhaldi þessa dagana.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég hef einbeitt hugað að lífsstíl mínum liðin ár, mataræði sett á oddinn með skipulagningu. Stundatafla Hreyfingar kemur mikið við sögu við líkamlega uppbyggingu. Skoða töfluna kvöldið áður og vel mér tíma sem hentar dagskrá morgundagsins. Hlaup og lyftingar í uppáhaldi. Klukkutíma kröftug vöðvauppbygging og þolæfing, mæli með því! Andlega formið kemur svo í sundlauginni í Bjarnarfirði, með flothettunni frá Systrasamlaginu. Besta tilfinning í heimi að fljóta þyngdarlaus undir stjörnubjörtum himni og norðurljósum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er gömul sál varðandi tónlist, diskó og eitís.Ertu í þínu draumastarfi? Það er flókin spurning að spyrja mig út í draumastarfið. Ég nýt þess að vera með marga bolta á lofti, er í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga. Starfið er krefjandi, tengt rekstri, viðburðum, innleiðingu stefnumótunar og framtíðarsýnar stjórnar. Á móti hef ég byggt upp ráðgjafarstörf á sviði markaðsráðgjafar með áherslu á greiningu, innleiðingu og umsjón samfélagsmiðla, starfa með fyrirtækjum og félögum að því að ná fótfestu á þessu sviði og veiti starfsfólki handleiðslu. Lýðheilsu- og D-vítamínnördinn í mér fær stundum útrás með greinaskrifum, ráðgjöf tengdri heilsu fólks og fyrirlestrum um efnið. Já, ætli megi ekki segja að í þessari blöndu felist draumastarfið, þar sem þekking, menntun og ástríða mætast er einmitt draumastarfið.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira