Svipmynd Markaðarins: Nýtur þess að vera með marga bolta á lofti 14. október 2017 10:30 Anna Þóra Ísfold er nýráðin framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga. mynd/Sarah Yasdani Anna Þóra Ísfold tók við starfi framkvæmdastjóra Félags viðskipta- og hagfræðinga í síðasta mánuði. Anna á fjölbreyttan feril að baki, hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og sérhæft sig í ráðgjöf og umsjón samfélagsmiðla fyrir stofnanir og fyrirtæki, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Persónulega hvernig hugsanir mínar hafa breyst, hvernig ég stýri þeim í jákvæðan lausnamiðaðan farveg ef á móti blæs og leyfi mér að vera berskjölduð. Á hverju ári set ég mér markmið, fyrir einhverja galdra kem ég þeim í verk, ef þau voru sett á blað. Til dæmis lauk ég diplómanámi í lýðheilsuvísindum í vor og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði vorið 2016. Í haust bauðst mér tækifæri til að stýra og byggja upp Félag viðskipta- og hagfræðinga með öflugri stjórn. Það sem kom sjálfri mér á óvart í ár var að ég hélt að ég væri endanlega útskrifuð úr skóla en er í dag að læra alþjóðlega stjórnendamarkþjálfun í Opna háskólanum í Reykjavík. Ætli kosningar í október hafi ekki komið mér mest á óvart af því sem tengist samfélaginu okkar.Hvaða app notarðu mest? Ég nýti Podcast mikið fyrir innri ró og sjálfsrækt, allt frá TED Talks til Super Soul Oprah’s og allt þar á milli.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Dætur mínar fá stærstan bita af kökunni. Við förum í sund, lesum bækur, spilum, spáum í lífið, dönsum og leikum okkur. Ég sit í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu í sjálfboðavinnu, nýt þess að koma að verkefnum sem munu verða dætrum mínum til góða, að birtingarmynd samfélagsins verði komin í jafnvægi þegar þær fara út á atvinnumarkaðinn. Matseld er ástríða mín ásamt því að hafa nördalegan áhuga á D-vítamíni og fræðigreinum því tengdum. Er lestrarhestur og get gleymt mér, les í Kindle-appinu bækur sem mér dettur þann daginn í hug að kaupa mér. Þessa dagana er ég að lesa Option B: Facing adversity, building resilience and finding Joy eftir Sheryl Sandberg og Adam Grant. Brené Brown er líka í sérstöku uppáhaldi þessa dagana.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég hef einbeitt hugað að lífsstíl mínum liðin ár, mataræði sett á oddinn með skipulagningu. Stundatafla Hreyfingar kemur mikið við sögu við líkamlega uppbyggingu. Skoða töfluna kvöldið áður og vel mér tíma sem hentar dagskrá morgundagsins. Hlaup og lyftingar í uppáhaldi. Klukkutíma kröftug vöðvauppbygging og þolæfing, mæli með því! Andlega formið kemur svo í sundlauginni í Bjarnarfirði, með flothettunni frá Systrasamlaginu. Besta tilfinning í heimi að fljóta þyngdarlaus undir stjörnubjörtum himni og norðurljósum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er gömul sál varðandi tónlist, diskó og eitís.Ertu í þínu draumastarfi? Það er flókin spurning að spyrja mig út í draumastarfið. Ég nýt þess að vera með marga bolta á lofti, er í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga. Starfið er krefjandi, tengt rekstri, viðburðum, innleiðingu stefnumótunar og framtíðarsýnar stjórnar. Á móti hef ég byggt upp ráðgjafarstörf á sviði markaðsráðgjafar með áherslu á greiningu, innleiðingu og umsjón samfélagsmiðla, starfa með fyrirtækjum og félögum að því að ná fótfestu á þessu sviði og veiti starfsfólki handleiðslu. Lýðheilsu- og D-vítamínnördinn í mér fær stundum útrás með greinaskrifum, ráðgjöf tengdri heilsu fólks og fyrirlestrum um efnið. Já, ætli megi ekki segja að í þessari blöndu felist draumastarfið, þar sem þekking, menntun og ástríða mætast er einmitt draumastarfið. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Anna Þóra Ísfold tók við starfi framkvæmdastjóra Félags viðskipta- og hagfræðinga í síðasta mánuði. Anna á fjölbreyttan feril að baki, hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og sérhæft sig í ráðgjöf og umsjón samfélagsmiðla fyrir stofnanir og fyrirtæki, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Persónulega hvernig hugsanir mínar hafa breyst, hvernig ég stýri þeim í jákvæðan lausnamiðaðan farveg ef á móti blæs og leyfi mér að vera berskjölduð. Á hverju ári set ég mér markmið, fyrir einhverja galdra kem ég þeim í verk, ef þau voru sett á blað. Til dæmis lauk ég diplómanámi í lýðheilsuvísindum í vor og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði vorið 2016. Í haust bauðst mér tækifæri til að stýra og byggja upp Félag viðskipta- og hagfræðinga með öflugri stjórn. Það sem kom sjálfri mér á óvart í ár var að ég hélt að ég væri endanlega útskrifuð úr skóla en er í dag að læra alþjóðlega stjórnendamarkþjálfun í Opna háskólanum í Reykjavík. Ætli kosningar í október hafi ekki komið mér mest á óvart af því sem tengist samfélaginu okkar.Hvaða app notarðu mest? Ég nýti Podcast mikið fyrir innri ró og sjálfsrækt, allt frá TED Talks til Super Soul Oprah’s og allt þar á milli.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Dætur mínar fá stærstan bita af kökunni. Við förum í sund, lesum bækur, spilum, spáum í lífið, dönsum og leikum okkur. Ég sit í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu í sjálfboðavinnu, nýt þess að koma að verkefnum sem munu verða dætrum mínum til góða, að birtingarmynd samfélagsins verði komin í jafnvægi þegar þær fara út á atvinnumarkaðinn. Matseld er ástríða mín ásamt því að hafa nördalegan áhuga á D-vítamíni og fræðigreinum því tengdum. Er lestrarhestur og get gleymt mér, les í Kindle-appinu bækur sem mér dettur þann daginn í hug að kaupa mér. Þessa dagana er ég að lesa Option B: Facing adversity, building resilience and finding Joy eftir Sheryl Sandberg og Adam Grant. Brené Brown er líka í sérstöku uppáhaldi þessa dagana.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég hef einbeitt hugað að lífsstíl mínum liðin ár, mataræði sett á oddinn með skipulagningu. Stundatafla Hreyfingar kemur mikið við sögu við líkamlega uppbyggingu. Skoða töfluna kvöldið áður og vel mér tíma sem hentar dagskrá morgundagsins. Hlaup og lyftingar í uppáhaldi. Klukkutíma kröftug vöðvauppbygging og þolæfing, mæli með því! Andlega formið kemur svo í sundlauginni í Bjarnarfirði, með flothettunni frá Systrasamlaginu. Besta tilfinning í heimi að fljóta þyngdarlaus undir stjörnubjörtum himni og norðurljósum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er gömul sál varðandi tónlist, diskó og eitís.Ertu í þínu draumastarfi? Það er flókin spurning að spyrja mig út í draumastarfið. Ég nýt þess að vera með marga bolta á lofti, er í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga. Starfið er krefjandi, tengt rekstri, viðburðum, innleiðingu stefnumótunar og framtíðarsýnar stjórnar. Á móti hef ég byggt upp ráðgjafarstörf á sviði markaðsráðgjafar með áherslu á greiningu, innleiðingu og umsjón samfélagsmiðla, starfa með fyrirtækjum og félögum að því að ná fótfestu á þessu sviði og veiti starfsfólki handleiðslu. Lýðheilsu- og D-vítamínnördinn í mér fær stundum útrás með greinaskrifum, ráðgjöf tengdri heilsu fólks og fyrirlestrum um efnið. Já, ætli megi ekki segja að í þessari blöndu felist draumastarfið, þar sem þekking, menntun og ástríða mætast er einmitt draumastarfið.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira