Krónublinda Stjórnarmaðurinn skrifar 15. október 2017 10:30 Enn hefur ekkert eitt mál fangað kosningabaráttuna fyrir komandi kosningar. Meira að segja Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að láta allt hverfast um fjármálakerfið og þær umbætur á því sem hann telur nauðsynlegar. Mörgum hefur þó orðið tíðrætt um hátt vaxtastig í landinu og sjálfa verðtrygginguna. Þannig hafa Framsóknarmenn það á stefnuskránni að afnema verðtrygginguna sem þeir telja hið mesta böl. VR og Verkalýðsfélag Akraness héldu meira að segja fund á dögunum undir yfirskriftinni ,Okurvextir og verðtrygging, mesta böl heimila þjóðarinnar‘. Þar lét formaður VR meðal annars hafa það eftir sér að hann myndi kjósa þann flokk sem hefði afnám verðtryggingarinnar á stefnuskránni. Það sem fundarmenn kannski ekki vita eða kjósa að leiða hjá sér er að vaxtastigið og verðtrygging eru ekki vandamál ein og sér heldur miklu frekar afleiðingar af þeirri séríslensku örmynt sem við búum við. Þeir einblíndu með öðrum augum á einkennin en ekki sjúkdóminn. Svo langt gengur blinda þeirra að þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, benti á þá augljósu lausn að taka upp annan gjaldmiðil og losna þannig við verðtrygginguna og okurvextina á einu bretti uppskar hann ekki fagnaðarlæti heldur mótmælahróp úr sal. Eins og einhver sagði þá eru engin rök fyrir krónunni önnur en þvermóðska og misskilið þjóðernisstolt. Háu vextirnir og verðtryggingin eru eðlilegar og fyrirsjáanlegar afleiðingar krónunnar. Ágúst Ólafur, og fleiri, eru komnir lengra í greiningu sinni á vandanum en unnendur krónunnar. Þeir einblína ekki bara á vandann, heldur eru með tillögur að lausn. Óskandi væri ef umræðan væri í auknum mæli á slíkum nótum. Formaður VR ætti allavega að kjósa annaðhvort Samfylkingu eða Viðreisn en það eru einu flokkarnir sem bjóða upp á afnám verðtryggingar. Hann skal þó ekki láta það rugla sig þótt talað sé um upptöku evru í stefnuskránum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Enn hefur ekkert eitt mál fangað kosningabaráttuna fyrir komandi kosningar. Meira að segja Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að láta allt hverfast um fjármálakerfið og þær umbætur á því sem hann telur nauðsynlegar. Mörgum hefur þó orðið tíðrætt um hátt vaxtastig í landinu og sjálfa verðtrygginguna. Þannig hafa Framsóknarmenn það á stefnuskránni að afnema verðtrygginguna sem þeir telja hið mesta böl. VR og Verkalýðsfélag Akraness héldu meira að segja fund á dögunum undir yfirskriftinni ,Okurvextir og verðtrygging, mesta böl heimila þjóðarinnar‘. Þar lét formaður VR meðal annars hafa það eftir sér að hann myndi kjósa þann flokk sem hefði afnám verðtryggingarinnar á stefnuskránni. Það sem fundarmenn kannski ekki vita eða kjósa að leiða hjá sér er að vaxtastigið og verðtrygging eru ekki vandamál ein og sér heldur miklu frekar afleiðingar af þeirri séríslensku örmynt sem við búum við. Þeir einblíndu með öðrum augum á einkennin en ekki sjúkdóminn. Svo langt gengur blinda þeirra að þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, benti á þá augljósu lausn að taka upp annan gjaldmiðil og losna þannig við verðtrygginguna og okurvextina á einu bretti uppskar hann ekki fagnaðarlæti heldur mótmælahróp úr sal. Eins og einhver sagði þá eru engin rök fyrir krónunni önnur en þvermóðska og misskilið þjóðernisstolt. Háu vextirnir og verðtryggingin eru eðlilegar og fyrirsjáanlegar afleiðingar krónunnar. Ágúst Ólafur, og fleiri, eru komnir lengra í greiningu sinni á vandanum en unnendur krónunnar. Þeir einblína ekki bara á vandann, heldur eru með tillögur að lausn. Óskandi væri ef umræðan væri í auknum mæli á slíkum nótum. Formaður VR ætti allavega að kjósa annaðhvort Samfylkingu eða Viðreisn en það eru einu flokkarnir sem bjóða upp á afnám verðtryggingar. Hann skal þó ekki láta það rugla sig þótt talað sé um upptöku evru í stefnuskránum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira