Krónublinda Stjórnarmaðurinn skrifar 15. október 2017 10:30 Enn hefur ekkert eitt mál fangað kosningabaráttuna fyrir komandi kosningar. Meira að segja Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að láta allt hverfast um fjármálakerfið og þær umbætur á því sem hann telur nauðsynlegar. Mörgum hefur þó orðið tíðrætt um hátt vaxtastig í landinu og sjálfa verðtrygginguna. Þannig hafa Framsóknarmenn það á stefnuskránni að afnema verðtrygginguna sem þeir telja hið mesta böl. VR og Verkalýðsfélag Akraness héldu meira að segja fund á dögunum undir yfirskriftinni ,Okurvextir og verðtrygging, mesta böl heimila þjóðarinnar‘. Þar lét formaður VR meðal annars hafa það eftir sér að hann myndi kjósa þann flokk sem hefði afnám verðtryggingarinnar á stefnuskránni. Það sem fundarmenn kannski ekki vita eða kjósa að leiða hjá sér er að vaxtastigið og verðtrygging eru ekki vandamál ein og sér heldur miklu frekar afleiðingar af þeirri séríslensku örmynt sem við búum við. Þeir einblíndu með öðrum augum á einkennin en ekki sjúkdóminn. Svo langt gengur blinda þeirra að þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, benti á þá augljósu lausn að taka upp annan gjaldmiðil og losna þannig við verðtrygginguna og okurvextina á einu bretti uppskar hann ekki fagnaðarlæti heldur mótmælahróp úr sal. Eins og einhver sagði þá eru engin rök fyrir krónunni önnur en þvermóðska og misskilið þjóðernisstolt. Háu vextirnir og verðtryggingin eru eðlilegar og fyrirsjáanlegar afleiðingar krónunnar. Ágúst Ólafur, og fleiri, eru komnir lengra í greiningu sinni á vandanum en unnendur krónunnar. Þeir einblína ekki bara á vandann, heldur eru með tillögur að lausn. Óskandi væri ef umræðan væri í auknum mæli á slíkum nótum. Formaður VR ætti allavega að kjósa annaðhvort Samfylkingu eða Viðreisn en það eru einu flokkarnir sem bjóða upp á afnám verðtryggingar. Hann skal þó ekki láta það rugla sig þótt talað sé um upptöku evru í stefnuskránum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Enn hefur ekkert eitt mál fangað kosningabaráttuna fyrir komandi kosningar. Meira að segja Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að láta allt hverfast um fjármálakerfið og þær umbætur á því sem hann telur nauðsynlegar. Mörgum hefur þó orðið tíðrætt um hátt vaxtastig í landinu og sjálfa verðtrygginguna. Þannig hafa Framsóknarmenn það á stefnuskránni að afnema verðtrygginguna sem þeir telja hið mesta böl. VR og Verkalýðsfélag Akraness héldu meira að segja fund á dögunum undir yfirskriftinni ,Okurvextir og verðtrygging, mesta böl heimila þjóðarinnar‘. Þar lét formaður VR meðal annars hafa það eftir sér að hann myndi kjósa þann flokk sem hefði afnám verðtryggingarinnar á stefnuskránni. Það sem fundarmenn kannski ekki vita eða kjósa að leiða hjá sér er að vaxtastigið og verðtrygging eru ekki vandamál ein og sér heldur miklu frekar afleiðingar af þeirri séríslensku örmynt sem við búum við. Þeir einblíndu með öðrum augum á einkennin en ekki sjúkdóminn. Svo langt gengur blinda þeirra að þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, benti á þá augljósu lausn að taka upp annan gjaldmiðil og losna þannig við verðtrygginguna og okurvextina á einu bretti uppskar hann ekki fagnaðarlæti heldur mótmælahróp úr sal. Eins og einhver sagði þá eru engin rök fyrir krónunni önnur en þvermóðska og misskilið þjóðernisstolt. Háu vextirnir og verðtryggingin eru eðlilegar og fyrirsjáanlegar afleiðingar krónunnar. Ágúst Ólafur, og fleiri, eru komnir lengra í greiningu sinni á vandanum en unnendur krónunnar. Þeir einblína ekki bara á vandann, heldur eru með tillögur að lausn. Óskandi væri ef umræðan væri í auknum mæli á slíkum nótum. Formaður VR ætti allavega að kjósa annaðhvort Samfylkingu eða Viðreisn en það eru einu flokkarnir sem bjóða upp á afnám verðtryggingar. Hann skal þó ekki láta það rugla sig þótt talað sé um upptöku evru í stefnuskránum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira