Glamour

Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango

Ritstjórn skrifar
Spænska tískuverslanakeðjan Mango frumsýndi í dag nýjustu auglýsingaherferð sína og viti menn - Ísland og íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Herferðin sýnir sjálfbæra fatalínu sem ber yfirskriftina Committed þar sem öll efni og vinnsla línunnar er með sjálfbærni að leiðarljósi. Línan er fyrir bæði kynin og var auglýsingin tekin upp fyrr í vetur meðal annars í Haukadal, þar sem bæði Geysir og Gullfoss láta ljós sitt skína fyrir framan myndavélina. Ljósmyndari er Josh Olins og fyrirsæturnar eru þau Liya Kebede og Clement Chabernaud. Gaman!Mest lesið
Mest lesið


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.