Baðar sig einu sinni í viku Ritstjórn skrifar 3. október 2017 10:00 Glamour/Getty Vivianne Westwood fer bara í bað einu sinni í viku og segir það vera lykillinn að unglegu útliti. Þetta sagði fatahönnuður frægi þegar hún var spurð að leyndarmálinu að bakvið geislandi útlitið af blaðamanni eftir sýningu hennar í París í vikunni. Westwood, sem er 76 ára gömul, sagði að fólk ætti að baða sig sjaldnar, og stökk kærasti fatahönnuðarins Andreas Kronthaler inn í viðtalið og sagði hana baða sig bara einu sinni í viku. „Þess vegna er hún svona geislandi,“ en hann bætti svo um betur og sagðist sjálfur ekki baða sig nema einu sinni í mánuði. Annað væri óþarfi. Westwood hefur löngum verið þekkt fyrir að vera umhverfisverndarsinni mikill, og má því mögulega rekja þessar baðvenjur hennar til þessa. Hún sat meðal annars fyrir í auglýsingaherferð fyrir PETA þar sem hún útskýrði ákvörðun sína að verða grænmetisæta meðal annars til þess hvað kjötframleiðsla eyðir miklu vatni. Andreas Kronthaler ásamt Vivianne Westwood eftir sýningu hennar í París. Mest lesið Buffalo skórnir snúa aftur Glamour Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Glamour Hettupeysurnar snúa aftur af fullum krafti Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Geysir bætir við sig verslun á Skólavörðustíg Glamour Ekki mæta í ræktina með farðann á þér Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour
Vivianne Westwood fer bara í bað einu sinni í viku og segir það vera lykillinn að unglegu útliti. Þetta sagði fatahönnuður frægi þegar hún var spurð að leyndarmálinu að bakvið geislandi útlitið af blaðamanni eftir sýningu hennar í París í vikunni. Westwood, sem er 76 ára gömul, sagði að fólk ætti að baða sig sjaldnar, og stökk kærasti fatahönnuðarins Andreas Kronthaler inn í viðtalið og sagði hana baða sig bara einu sinni í viku. „Þess vegna er hún svona geislandi,“ en hann bætti svo um betur og sagðist sjálfur ekki baða sig nema einu sinni í mánuði. Annað væri óþarfi. Westwood hefur löngum verið þekkt fyrir að vera umhverfisverndarsinni mikill, og má því mögulega rekja þessar baðvenjur hennar til þessa. Hún sat meðal annars fyrir í auglýsingaherferð fyrir PETA þar sem hún útskýrði ákvörðun sína að verða grænmetisæta meðal annars til þess hvað kjötframleiðsla eyðir miklu vatni. Andreas Kronthaler ásamt Vivianne Westwood eftir sýningu hennar í París.
Mest lesið Buffalo skórnir snúa aftur Glamour Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Glamour Hettupeysurnar snúa aftur af fullum krafti Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Geysir bætir við sig verslun á Skólavörðustíg Glamour Ekki mæta í ræktina með farðann á þér Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour