Glamour

Gaf Balenciaga puttann

Ritstjórn skrifar
Frá sýningu Balenciaga.
Frá sýningu Balenciaga. Glamour/Getty
Fyrirsætan Louise Parker gaf Balenciaga bókstaflega puttann á Instagram um daginn þar sem hún var ekki ánægð með tískuhúsið. Að hennar sögn var henni flogið til Parísar, þar sem hún beið lengi eftir mátun, hárið hennar var klippt en ákveðið var síðan að hún tæki ekki þátt í sýningunni.

Fyrirsætur hafa verið duglegar undanfarið að gagnrýna tískuhúsin fyrir það hvernig farið er með fyrirsætur og eru aðstæður breyttar og orðnar mun betri. Nú þarf að vera með sálfræðing baksviðs til að tryggja að aðstæður séu góðar, en Louise nefndi að sá hafi ekki verið sýnilegur. Einnig þarf að vera með læknisvottorð sem sýnir fram á heilbrigði og líkamsþyngd. 

Balenciaga harmar þetta atvik og að þeim finnist leiðinlegt að þetta hafi farið svo. Hins vegar segja þeir að hún hafi fengið greitt fyrir eins og hún hafi gengið í sýningunni, en einnig að það hafi aldrei verið staðfest við hana að hún yrði með í sýningunni.

Er ekki betra samt að staðfesta fyrirsætuna í sýninguna áður en hárið hennar er klippt og útliti hennar breytt? Áfram fyrirsætur sem ekki láta vaða yfir sig.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.