Körfubolti

Kristen McCarthy með 53 stig í sigri Snæfells

Dagur Lárusson skrifar
Liðsmenn Snæfells fagna.
Liðsmenn Snæfells fagna. Snæfell

Einn leikur fór fram í Dominos deild kvenna í kvöld en það var leikur Skallagríms og Snæfells í Borgarnesi.

Fyrir leikinn var Skallagrímur í 3.sæti deildarinnar með 2 stig á meðan Snæfell var í 6.sæti án stiga.

Það voru gestirnir í Snæfell sem voru sterkari aðilinn í leiknum og var það Kristen McCarthy sem fór fyrir liði Snæfells en hún skoraði hvorki meira né minna en 53 stig fyrir liðið. Stighæst hjá Skallagrím var Carmen Tyson-Thomas með 25 stig.

Lokatölur leiksins voru 84-73 fyrir Snæfell og því eru þær komnar með fyrstu stigin sín í vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.