Stjórnarslitin þurrkuðu út 35 milljarða í Kauphöllinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 12:17 Hlutabréfaverð hefur lækkað þó nokkuð í Kauphöllinni síðan ríkisstjórnin féll. vísir/Daníel Það hefur vart farið fram hjá mörgum að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk fyrir viku síðan og að kosningar eru framundan. Kostnaðurinn við þær hleypur á hundruðum milljóna króna sem verða teknar úr varasjóði ríkisins eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Þá hefur hlutabréfaverð verð í frjálsu falli í Kauphöllinni í dag vegna pólitískrar óvissu líkt og Vísir greindi frá í morgun en nú hefur greiningardeild Arion banka tekið saman ýmsar tölur varðandi það hvað stjórnarslitin kosta. Á meðal þess sem fram kemur í markaðspunktum greiningardeildarinnar er að stjórnarslitin þurrkuðu út 35 milljarða í Kauphöll Íslands föstudaginn 15. september, daginn eftir að ríkisstjórnin féll. Þá veiktist krónan um 1,3 prósent gagnvart evru þann dag. „Lækkanir á verði skulda- og hlutabréfa á föstudaginn hafði talsverð áhrif á sparnað landsmanna en markaðsvirði skráðra hlutabréfa, ríkisbréfa, íbúðabréfa og sértryggðra skuldabréfa lækkaði um samtals rúma 32 milljarða króna. Þar af virðast eignir lífeyrissjóðanna hafa rýrnað að lágmarki um 14 ma.kr., en þeir eru langstærstu eigendur íslenskra verðbréfa. Ef þessar lækkanir ganga ekki til baka ef/þegar óvissunni léttir má því segja að stjórnarslitin hafi lækkað sparnað landsmanna um tugi milljarða króna,“ segir í markaðspunktunum.Myndin sýnir lækkun á markaðsvirði ýmissa bréfa síðastliðinn föstudag, daginn eftir að ríkisstjórnin féll.mynd/greiningardeild arion bankaLíkurnar á stýrivaxtalækkun eru minni en áður Að auki lækkaði verð óverðtryggðra ríkisskuldabréfa svo að ávöxtunarkrafa þeirra hækkaði um allt að hálfu prósenti. Verðtryggð skuldabréf héldu hins vegar velli svo að verðbólguálagið rauk upp bæði til 5 og 10 ára. „Verðbólguálag er einn af þeim mælikvörðum sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir til en það hefur hækkað um u.þ.b. eitt prósentustig á þremur mánuðum sem hefur lækkað raunstýrivexti miðað við verðbólguálag sem því nemur. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif þess á líkur á stýrivaxtalækkunum á næstunni: Þær eru minni en áður. Hækkun ávöxtunarkröfu á markaði smitast á löngum eða skemmri tíma yfir í annað vaxtastig í landinu. Vextirnir sem ríkissjóði bjóðast mynda grunn fyrir annað vaxtastig og því má með mikilli einföldun segja að stjórnarslitin og óvissan sem tekur við hafi hækkað vaxtastig á Íslandi. Þessar breytingar á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og óvissa vegna stjórnarslita hafði einnig mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn þar sem nær öll félög á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkuðu og því lækkaði úrvalsvísitalan um 2,9% og hefur haldið áfram að lækka um samtals 5,7% þegar þetta er skrifað, sem má hugsanlega einnig rekja til pólitískrar óvissu.“Nánar má lesa um hvað stjórnarslitin kosta samkvæmt greiningardeild Arion banka hér. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Rauðar tölur í Kauphöll Íslands Gengi krónunnar veikist og hlutabréf falla í Kauphöll Íslands. 15. september 2017 10:37 Hlutabréfaverð í frjálsu falli vegna pólitískrar óvissu Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hríðfallið í umtalsverðum viðskiptum í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega tvö prósent. Markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði hefur þannig lækkað um nærri 60 milljarða frá því að ríkisstjórnin sprakk í lok síðuðustu viku. 21. september 2017 10:58 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Það hefur vart farið fram hjá mörgum að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk fyrir viku síðan og að kosningar eru framundan. Kostnaðurinn við þær hleypur á hundruðum milljóna króna sem verða teknar úr varasjóði ríkisins eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Þá hefur hlutabréfaverð verð í frjálsu falli í Kauphöllinni í dag vegna pólitískrar óvissu líkt og Vísir greindi frá í morgun en nú hefur greiningardeild Arion banka tekið saman ýmsar tölur varðandi það hvað stjórnarslitin kosta. Á meðal þess sem fram kemur í markaðspunktum greiningardeildarinnar er að stjórnarslitin þurrkuðu út 35 milljarða í Kauphöll Íslands föstudaginn 15. september, daginn eftir að ríkisstjórnin féll. Þá veiktist krónan um 1,3 prósent gagnvart evru þann dag. „Lækkanir á verði skulda- og hlutabréfa á föstudaginn hafði talsverð áhrif á sparnað landsmanna en markaðsvirði skráðra hlutabréfa, ríkisbréfa, íbúðabréfa og sértryggðra skuldabréfa lækkaði um samtals rúma 32 milljarða króna. Þar af virðast eignir lífeyrissjóðanna hafa rýrnað að lágmarki um 14 ma.kr., en þeir eru langstærstu eigendur íslenskra verðbréfa. Ef þessar lækkanir ganga ekki til baka ef/þegar óvissunni léttir má því segja að stjórnarslitin hafi lækkað sparnað landsmanna um tugi milljarða króna,“ segir í markaðspunktunum.Myndin sýnir lækkun á markaðsvirði ýmissa bréfa síðastliðinn föstudag, daginn eftir að ríkisstjórnin féll.mynd/greiningardeild arion bankaLíkurnar á stýrivaxtalækkun eru minni en áður Að auki lækkaði verð óverðtryggðra ríkisskuldabréfa svo að ávöxtunarkrafa þeirra hækkaði um allt að hálfu prósenti. Verðtryggð skuldabréf héldu hins vegar velli svo að verðbólguálagið rauk upp bæði til 5 og 10 ára. „Verðbólguálag er einn af þeim mælikvörðum sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir til en það hefur hækkað um u.þ.b. eitt prósentustig á þremur mánuðum sem hefur lækkað raunstýrivexti miðað við verðbólguálag sem því nemur. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif þess á líkur á stýrivaxtalækkunum á næstunni: Þær eru minni en áður. Hækkun ávöxtunarkröfu á markaði smitast á löngum eða skemmri tíma yfir í annað vaxtastig í landinu. Vextirnir sem ríkissjóði bjóðast mynda grunn fyrir annað vaxtastig og því má með mikilli einföldun segja að stjórnarslitin og óvissan sem tekur við hafi hækkað vaxtastig á Íslandi. Þessar breytingar á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og óvissa vegna stjórnarslita hafði einnig mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn þar sem nær öll félög á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkuðu og því lækkaði úrvalsvísitalan um 2,9% og hefur haldið áfram að lækka um samtals 5,7% þegar þetta er skrifað, sem má hugsanlega einnig rekja til pólitískrar óvissu.“Nánar má lesa um hvað stjórnarslitin kosta samkvæmt greiningardeild Arion banka hér.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Rauðar tölur í Kauphöll Íslands Gengi krónunnar veikist og hlutabréf falla í Kauphöll Íslands. 15. september 2017 10:37 Hlutabréfaverð í frjálsu falli vegna pólitískrar óvissu Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hríðfallið í umtalsverðum viðskiptum í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega tvö prósent. Markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði hefur þannig lækkað um nærri 60 milljarða frá því að ríkisstjórnin sprakk í lok síðuðustu viku. 21. september 2017 10:58 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Rauðar tölur í Kauphöll Íslands Gengi krónunnar veikist og hlutabréf falla í Kauphöll Íslands. 15. september 2017 10:37
Hlutabréfaverð í frjálsu falli vegna pólitískrar óvissu Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hríðfallið í umtalsverðum viðskiptum í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega tvö prósent. Markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði hefur þannig lækkað um nærri 60 milljarða frá því að ríkisstjórnin sprakk í lok síðuðustu viku. 21. september 2017 10:58