Bjarti faríseinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 23. september 2017 06:00 Ímyndum okkur að endurskrifa þyrfti Nýja testamentið. Lúkas 18:11-12 myndi þá hljóða svona: „Björt Ólafsdóttir stóð og baðst þannig fyrir með sjálfri sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi Sjálfstæðismaður.“ Fyrirsögn fréttar um Björtu í gær var „Siðferðið sterkara í Bjartri framtíð en í Sjálfstæðisflokknum“. Það er auðvitað áhugavert þegar stjórnmálamenn gefa sjálfum sér og flokkum sínum svona einkunn, en ekki óþekkt í mannkynssögunni eins og sagan um faríseann er dæmi um. Þessi siðferðislega einkunnagjöf Bjartar er einkar áhugaverð í ljósi nýliðinna atburða. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan sama Björt notaði þingsal elsta þjóðþings veraldar sem einhvers konar „catwalk“ til að selja kjóla. Mál sem var auðvitað í eðli sínu bara vandræðalegt, en fékk vídd þegar svar við gagnrýninni var að nú væri feðraveldið að missa sig. Það tók Björtu nokkra daga að átta sig á siðferðislegum þætti málsins. Stjórnmál eiga að vera siðleg, stjórnmálamenn eiga að vera siðlegir. En sá sem hossar sér á siðferðinu og telur sig og sína siðlegri en annað fólk ætti hugsa sinn gang alvarlega. Nú liggur fyrir að engin lög og engar reglur voru brotnar í því máli sem leiddi til þess að Björt gekk úr ríkisstjórn. Engin leyndarhyggja, engin yfirhylming. Hversu siðlegir skyldu þeir nú teljast sem hafa gengið svo langt að ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn að hann stundi yfirhylmingar um kynferðisglæpi? Hvað finnst Björtu um slíkt fólk, telur hún Bjarta framtíð siðlegri en slíkt fólk, myndi hún fara í ríkisstjórn með slíku fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun
Ímyndum okkur að endurskrifa þyrfti Nýja testamentið. Lúkas 18:11-12 myndi þá hljóða svona: „Björt Ólafsdóttir stóð og baðst þannig fyrir með sjálfri sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi Sjálfstæðismaður.“ Fyrirsögn fréttar um Björtu í gær var „Siðferðið sterkara í Bjartri framtíð en í Sjálfstæðisflokknum“. Það er auðvitað áhugavert þegar stjórnmálamenn gefa sjálfum sér og flokkum sínum svona einkunn, en ekki óþekkt í mannkynssögunni eins og sagan um faríseann er dæmi um. Þessi siðferðislega einkunnagjöf Bjartar er einkar áhugaverð í ljósi nýliðinna atburða. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan sama Björt notaði þingsal elsta þjóðþings veraldar sem einhvers konar „catwalk“ til að selja kjóla. Mál sem var auðvitað í eðli sínu bara vandræðalegt, en fékk vídd þegar svar við gagnrýninni var að nú væri feðraveldið að missa sig. Það tók Björtu nokkra daga að átta sig á siðferðislegum þætti málsins. Stjórnmál eiga að vera siðleg, stjórnmálamenn eiga að vera siðlegir. En sá sem hossar sér á siðferðinu og telur sig og sína siðlegri en annað fólk ætti hugsa sinn gang alvarlega. Nú liggur fyrir að engin lög og engar reglur voru brotnar í því máli sem leiddi til þess að Björt gekk úr ríkisstjórn. Engin leyndarhyggja, engin yfirhylming. Hversu siðlegir skyldu þeir nú teljast sem hafa gengið svo langt að ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn að hann stundi yfirhylmingar um kynferðisglæpi? Hvað finnst Björtu um slíkt fólk, telur hún Bjarta framtíð siðlegri en slíkt fólk, myndi hún fara í ríkisstjórn með slíku fólki?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun