Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2017 10:25 Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. Vísir/AFP Kaupsýslumaðurinn Ajay Khaitan er sagður í viðræðum við Kaupþing ehf. Um kaup á tískukeðjunum Oasis, Warehous og Coast. Greint var fyrst frá málinu hérlendis á vef Ríkisútvarpsins, sem vitnaði í frétt breska dagblaðsins The Sunday Times. Í frétt breska blaðsins kemur fram að Khaitan sé á lista alþjóðalögreglunnar Interpol yfir eftirlýsta menn. Er fjárfestingarsjóður hans, Emirisque Brands, sagður í viðræðum um að kaupa þessar tískukeðjur af Kaupþingi á sextíu milljónir punda, eða því sem nemur 8,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Interpol er með handtökuskipun yfir honum vegna ásakana um að hann hafi verið viðloðinn því að leggja fram fölsuð skjöl í tengslum við deilu um fjármögnun sem nær aftur um 30 ár. Talsmaður Khaitan segir í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða. Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út. Um 5.000 manns starfa hjá þessum þremur tískukeðjum, en þær reka einnig um 750 verslanir. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Kaupsýslumaðurinn Ajay Khaitan er sagður í viðræðum við Kaupþing ehf. Um kaup á tískukeðjunum Oasis, Warehous og Coast. Greint var fyrst frá málinu hérlendis á vef Ríkisútvarpsins, sem vitnaði í frétt breska dagblaðsins The Sunday Times. Í frétt breska blaðsins kemur fram að Khaitan sé á lista alþjóðalögreglunnar Interpol yfir eftirlýsta menn. Er fjárfestingarsjóður hans, Emirisque Brands, sagður í viðræðum um að kaupa þessar tískukeðjur af Kaupþingi á sextíu milljónir punda, eða því sem nemur 8,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Interpol er með handtökuskipun yfir honum vegna ásakana um að hann hafi verið viðloðinn því að leggja fram fölsuð skjöl í tengslum við deilu um fjármögnun sem nær aftur um 30 ár. Talsmaður Khaitan segir í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða. Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út. Um 5.000 manns starfa hjá þessum þremur tískukeðjum, en þær reka einnig um 750 verslanir.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira