Brot af því besta frá New York Ritstjórn skrifar 16. september 2017 08:30 Glamour/Getty Tískuvikan í New York er nú afstaðin þar sem hönnuðir sýndu okkur vor- og sumartískuna 2018. Hönnuðir lögðu mikið upp úr skemmtilegum sýningum þar sem fjölbreytnin var mikil, bæði í fyrirsætuvali og litríkum klæðum. Hér er brot af því besta að mati Glamour frá tískupöllunum í New York.Tom Ford Það er svo sannarlega hægt að bjóða Tom Ford velkominn aftur eftir þessa sýningu hans. Leður, stórar axlir, klæðaskerasniðin jakkaföt á dömur í bland við skæra liti, bláan og bleikan.Calvin KleinEin besta sýning tískuvikunnar í New York. Silkiklæddir kúrekar Raf Simons fyrir Calvin Klein stálu senunni á sýningunni og á sýningunni má finna fjölmörg trend sem án efa verða áberandi næsta vor. Silkiskyrtur, beinar skálmar, litadýrð og kögur.Victoria BeckhamDrottning svíkur engan. Einfalt og stílhreint að venju þar sem þægindin eru í fyrirrúmi. Svart og hvítur litur eru grunnlitirnir en svo læddist með rauður. Þannig að rauður verður áfram áberandi næsta sumar.Marc Jacobs Fatahönnuðurinn var rúsínan í pylsuendanum á tískuvikunni í New York og gerði það að sjálfsögðu með stæl. Höfuðklútar og litrík klæði. Pallíettur og stórar töskur. Í risastórum sal gengur fyrirsæturnar um í síðkjólum eins og alvöru dívur við dramatíska tóna.Anna SuiEr hippatíminn mættur aftur? Anna Sui er á þeirri skoðun eftir fallega sýningu þar sem heklaðar flíkur voru í aðalhlutverki. Víð og flæðandi snið og fallegt efni sem gerðu sýninguna mjög bóhem í alla staði.Ralph Lauren Ef frú Beckham er drottningin þá Ralph Lauren kóngurinn en hann bauð gestum sínum upp á sýningu í bílskúrnum sínum þar sem fyrirsæturnar þrömmuðu um á milli glæsikerra í einkaeigu fatahönnuðarins en innblástur flíkanna var fengin þaðan. Rautt lakk, tjull og klæðaskerasniðnar flíkur í köflóttu. Glæsilegt í alla staði. Mest lesið Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour Stríðsáraþema hjá Prada Glamour Tískufyrirmyndin David Bowie Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Bridget Jones nýr aftur 12 árum seinna Glamour Fokk ofbeldi húfur eftir fremstu hönnuði landsins seldar á uppboði Glamour Mammút með ábreiðu af Cher Glamour Drauma Iphone-hulstrið frá Louis Vuitton Glamour Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Glamour Brosmildir gestir í opnunarpartý Bioeffect í Aurum Glamour
Tískuvikan í New York er nú afstaðin þar sem hönnuðir sýndu okkur vor- og sumartískuna 2018. Hönnuðir lögðu mikið upp úr skemmtilegum sýningum þar sem fjölbreytnin var mikil, bæði í fyrirsætuvali og litríkum klæðum. Hér er brot af því besta að mati Glamour frá tískupöllunum í New York.Tom Ford Það er svo sannarlega hægt að bjóða Tom Ford velkominn aftur eftir þessa sýningu hans. Leður, stórar axlir, klæðaskerasniðin jakkaföt á dömur í bland við skæra liti, bláan og bleikan.Calvin KleinEin besta sýning tískuvikunnar í New York. Silkiklæddir kúrekar Raf Simons fyrir Calvin Klein stálu senunni á sýningunni og á sýningunni má finna fjölmörg trend sem án efa verða áberandi næsta vor. Silkiskyrtur, beinar skálmar, litadýrð og kögur.Victoria BeckhamDrottning svíkur engan. Einfalt og stílhreint að venju þar sem þægindin eru í fyrirrúmi. Svart og hvítur litur eru grunnlitirnir en svo læddist með rauður. Þannig að rauður verður áfram áberandi næsta sumar.Marc Jacobs Fatahönnuðurinn var rúsínan í pylsuendanum á tískuvikunni í New York og gerði það að sjálfsögðu með stæl. Höfuðklútar og litrík klæði. Pallíettur og stórar töskur. Í risastórum sal gengur fyrirsæturnar um í síðkjólum eins og alvöru dívur við dramatíska tóna.Anna SuiEr hippatíminn mættur aftur? Anna Sui er á þeirri skoðun eftir fallega sýningu þar sem heklaðar flíkur voru í aðalhlutverki. Víð og flæðandi snið og fallegt efni sem gerðu sýninguna mjög bóhem í alla staði.Ralph Lauren Ef frú Beckham er drottningin þá Ralph Lauren kóngurinn en hann bauð gestum sínum upp á sýningu í bílskúrnum sínum þar sem fyrirsæturnar þrömmuðu um á milli glæsikerra í einkaeigu fatahönnuðarins en innblástur flíkanna var fengin þaðan. Rautt lakk, tjull og klæðaskerasniðnar flíkur í köflóttu. Glæsilegt í alla staði.
Mest lesið Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour Stríðsáraþema hjá Prada Glamour Tískufyrirmyndin David Bowie Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Bridget Jones nýr aftur 12 árum seinna Glamour Fokk ofbeldi húfur eftir fremstu hönnuði landsins seldar á uppboði Glamour Mammút með ábreiðu af Cher Glamour Drauma Iphone-hulstrið frá Louis Vuitton Glamour Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Glamour Brosmildir gestir í opnunarpartý Bioeffect í Aurum Glamour