Glamour

Ætlar að koma Crocs í tísku

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty/
Jæja, breski fatahönnuðurinn Christopher Kane ætlar ekki að gefast á því að reyna að koma hinum svokölluðu Crocs skóm í tísku.

Að sjálfsögðu voru fyrirsæturnar á sýningunni hans í London í dag klæddar í þessa forlátu plastsandala, að vísu skreyttar litríkum demöntum og í mismunandi litum. 

Er það bara við eða er þetta ekki alveg jafn ljótt og þetta var á tískupallinum í fyrra? Getur verið að Kane sé að takast áætlunarverkið?

Kannski er bara best að spá þessum skóm góðu lífi næsta sumar ... eða hvað? 


Tengdar fréttir


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.