Hvað er að okkur? Helga Vala Helgadóttir skrifar 4. september 2017 06:00 Í nýliðnum mánuði tóku tveir ungir menn líf sitt inni á geðdeild Landspítala. Þeir voru þar inni vegna bráðrar sjálfsvígshættu og því undir verndarvæng Landspítala í veikindum sínum. Við getum ekki skellt sökinni á einstaka starfsmann heldur fjársvelt kerfið. Íslensk stjórnvöld sem hafa vanrækt heilbrigðiskerfið okkar stórkostlega. Fyrst eftir hrun þurftu allar stofnanir landsins að draga saman seglin en í dag er staðan önnur. Stjórnmálamenn stæra sig af sterkri stöðu ríkissjóðs og bullandi góðæri en vanrækja svona herfilega að hlúa að grunnstoðum okkar samfélags. Þar liggur ábyrgðin og þið, sem stjórnið landinu, verðið að axla ykkar ábyrgð. Ég þoli ekki þessa vitleysu lengur. Fyrir síðustu þingkosningar sögðust allir frambjóðendur taka undir ákall þjóðarinnar um aukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Ekki var kallað eftir aukinni einkavæðingu heldur auknu framlagi í þessa sameign okkar, íslenska heilbrigðiskerfið sem rekið er af almannafé í okkar þágu. Þið kæru ráðamenn farið villu vegar þegar þið vanrækið þessa skyldu ykkar. Þið gáfuð okkur fyrirheit um að endurreisn heilbrigðiskerfisins væri ykkur hugleikin en hafið á kjörtímabilinu sýnt fullkomið sinnuleysi. Forstjóri Landspítala lýsir ítrekað yfir miklum áhyggjum af stöðunni. Fréttir berast af mistökum, vanbúnum tækjum og lyfjaskorti en ekkert heyrist frá stjórnvöldum sem virðast föst í lengsta sumar-/páska-/vetrarleyfi Íslandssögunnar. Hvernig væri að koma fram í dagsljósið og standa við loforðin? Ef við getum ekki sinnt grunnþjónustunni í öllu ríkidæminu þá er eitthvað verulega mikið að okkur og þið berið þar ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun
Í nýliðnum mánuði tóku tveir ungir menn líf sitt inni á geðdeild Landspítala. Þeir voru þar inni vegna bráðrar sjálfsvígshættu og því undir verndarvæng Landspítala í veikindum sínum. Við getum ekki skellt sökinni á einstaka starfsmann heldur fjársvelt kerfið. Íslensk stjórnvöld sem hafa vanrækt heilbrigðiskerfið okkar stórkostlega. Fyrst eftir hrun þurftu allar stofnanir landsins að draga saman seglin en í dag er staðan önnur. Stjórnmálamenn stæra sig af sterkri stöðu ríkissjóðs og bullandi góðæri en vanrækja svona herfilega að hlúa að grunnstoðum okkar samfélags. Þar liggur ábyrgðin og þið, sem stjórnið landinu, verðið að axla ykkar ábyrgð. Ég þoli ekki þessa vitleysu lengur. Fyrir síðustu þingkosningar sögðust allir frambjóðendur taka undir ákall þjóðarinnar um aukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Ekki var kallað eftir aukinni einkavæðingu heldur auknu framlagi í þessa sameign okkar, íslenska heilbrigðiskerfið sem rekið er af almannafé í okkar þágu. Þið kæru ráðamenn farið villu vegar þegar þið vanrækið þessa skyldu ykkar. Þið gáfuð okkur fyrirheit um að endurreisn heilbrigðiskerfisins væri ykkur hugleikin en hafið á kjörtímabilinu sýnt fullkomið sinnuleysi. Forstjóri Landspítala lýsir ítrekað yfir miklum áhyggjum af stöðunni. Fréttir berast af mistökum, vanbúnum tækjum og lyfjaskorti en ekkert heyrist frá stjórnvöldum sem virðast föst í lengsta sumar-/páska-/vetrarleyfi Íslandssögunnar. Hvernig væri að koma fram í dagsljósið og standa við loforðin? Ef við getum ekki sinnt grunnþjónustunni í öllu ríkidæminu þá er eitthvað verulega mikið að okkur og þið berið þar ábyrgð.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun