Glamour

Rihanna með nýtt förðunarmerki

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty

Rihanna kemur sífellt á óvart og virðist ekki vera margt sem hún getur ekki gert. Nú hefur hún hrint af stað nýju förðunarmerki, Fenty Beauty, sem kemur út seinna í vikunni.

Rihanna er sem flestum kunn sem söngkona, en hefur einnig gefið út fatalínur með Puma þar sem hún notar nafnið Fenty. Þá eru förðunarvörurnar næstar á dagskrá! 

Rihanna hefur birt nýtt herferðarmyndband sem hefur fengið mjög góða athygli hingað til. Áberandi þykir hve fjölbreyttar og náttúrulegar fyrirsæturnar eru. 

Förðun er greinilega mikið í tísku þessar mundir því margar stórstjörnur eru farnar að setja nafn sitt við þann heim nýlega. 

Við bíðum spenntar eftir fleiri myndum frá Fenty Beauty! 

 
You don't all have to be all the same, all the time. Coming soon. #fentybeauty by @badgalriri. #shadenames @camila_costa
A post shared by Fenty Beauty By Rihanna (@fentybeauty) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.