Telur að bílaleigur gætu bætt við sig hraðhleðslustöðvum Hulda Hólmkelsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 16. ágúst 2017 14:31 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Vísir Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að bílaleigur gætu bætt við sig hraðhleðslustöðvum til að auðvelda útleigu á rafbílum. Einnig þurfi að marka betur stefnu stjórnvalda í rafbílum til að ná markmiðum um rafbílavæðingu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að það að kaupa rafbíla væri ein versta fjárfesting sem Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefði gert í bílakaupum. „Nýtingin er ekki góð. Bíllinn kemur inn kannski á hádegi og þá þýðir það að við getum ekki leigt hann út fyrr en morguninn eftir þar sem við þurfum að hlaða hann. Þetta er enn þá of dýrt,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar,“ sagði Steingrímur Birgisson, forstóri bílaleigunnar, í samtali við Fréttablaðið. Ekki hefur því tekist vel að rafbílavæði bílaleigur en Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í byrjun mánaðarins að stefnt yrði að því að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030.Gætu verið vaxtaverkir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að bílaleigur gætu bætt við sig hraðhleðslustöðvum til að auðvelda útleigu á rafbílum. Um vaxtaverki gæti verið að ræða í dag. „Það þarf að stórbæta innviðina fyrir rafbíla. Það er reyndar farið í gang ákveðið átak sem stjórnvöld koma að með útboði á síðasta ári þannig það á að auka við og stórauka við svokallaðar hraðhleðslustöðvar vítt og breitt um landið,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. „Síðan er auðvitað hitt að aðili eins og Bílaleiga Akureyrar sem er að reka á fimmta þúsund bifreiðar, það er spurning að sá aðili ef hann er að einbeita sér að því að fara yfir í leigu á rafbílum, hafi ekki líka þá í huga að vera sjálfur með einhverskonar hraðhleðslumöguleika svo það sé hægt að stytta þennan hleðslutíma.“Þörf á langtímalausn Til framtíðar við rafbílavæðingu landsins telur Runólfur þó að ekki sé raunverulega mörkuð stefna stjórnvaldaþ. Umhverfisráðherra hafi farið fram með væntingar sem ná lengra en nágrannaþjóðir okkar hafa miðað við. „Það er allt að gerast en fyrsta verkefnið að hálfu stjórnvalda er auðvitað að marka stefnu til framtíðar um samgöngur og samgöngutækni. Ekki að vera að slá um sig með einhverjum svona yfirlýsingu,“ segir hann. „Við erum til að mynda ennþá í því að það hefur bara verið um bráðabirgðarráðstafanir að ræða varðandi niðurfellingu af gjöldum af rafbílum. Bara tjaldað til eins árs í senn. Við eigum töluvert langt í land enn varðandi að marka stefnu í anda þess sem til að mynda frændur okkar í Noregi hafa gert.“ Tengdar fréttir Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að bílaleigur gætu bætt við sig hraðhleðslustöðvum til að auðvelda útleigu á rafbílum. Einnig þurfi að marka betur stefnu stjórnvalda í rafbílum til að ná markmiðum um rafbílavæðingu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að það að kaupa rafbíla væri ein versta fjárfesting sem Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefði gert í bílakaupum. „Nýtingin er ekki góð. Bíllinn kemur inn kannski á hádegi og þá þýðir það að við getum ekki leigt hann út fyrr en morguninn eftir þar sem við þurfum að hlaða hann. Þetta er enn þá of dýrt,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar,“ sagði Steingrímur Birgisson, forstóri bílaleigunnar, í samtali við Fréttablaðið. Ekki hefur því tekist vel að rafbílavæði bílaleigur en Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í byrjun mánaðarins að stefnt yrði að því að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030.Gætu verið vaxtaverkir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að bílaleigur gætu bætt við sig hraðhleðslustöðvum til að auðvelda útleigu á rafbílum. Um vaxtaverki gæti verið að ræða í dag. „Það þarf að stórbæta innviðina fyrir rafbíla. Það er reyndar farið í gang ákveðið átak sem stjórnvöld koma að með útboði á síðasta ári þannig það á að auka við og stórauka við svokallaðar hraðhleðslustöðvar vítt og breitt um landið,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. „Síðan er auðvitað hitt að aðili eins og Bílaleiga Akureyrar sem er að reka á fimmta þúsund bifreiðar, það er spurning að sá aðili ef hann er að einbeita sér að því að fara yfir í leigu á rafbílum, hafi ekki líka þá í huga að vera sjálfur með einhverskonar hraðhleðslumöguleika svo það sé hægt að stytta þennan hleðslutíma.“Þörf á langtímalausn Til framtíðar við rafbílavæðingu landsins telur Runólfur þó að ekki sé raunverulega mörkuð stefna stjórnvaldaþ. Umhverfisráðherra hafi farið fram með væntingar sem ná lengra en nágrannaþjóðir okkar hafa miðað við. „Það er allt að gerast en fyrsta verkefnið að hálfu stjórnvalda er auðvitað að marka stefnu til framtíðar um samgöngur og samgöngutækni. Ekki að vera að slá um sig með einhverjum svona yfirlýsingu,“ segir hann. „Við erum til að mynda ennþá í því að það hefur bara verið um bráðabirgðarráðstafanir að ræða varðandi niðurfellingu af gjöldum af rafbílum. Bara tjaldað til eins árs í senn. Við eigum töluvert langt í land enn varðandi að marka stefnu í anda þess sem til að mynda frændur okkar í Noregi hafa gert.“
Tengdar fréttir Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00