Körfubolti

Magnús Þór leggur skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús Þór í leik með Keflavík.
Magnús Þór í leik með Keflavík. vísir/vilhelm

Körfuboltamaðurinn Magnús Þór Gunnarsson hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Frá þessu er greint á Karfan.is.

Magnús lék lengst af með Keflavík og varð fimm sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Keflavík vann m.a. þrjá Íslandsmeistaratitla í röð á árunum 2003-05.

Magnús lék einnig með Njarðvík, Grindavík, Skallagrími og Aabyhöj í Danmörku á ferlinum.

Þessi mikla skytta lék á sínum tíma 76 leiki fyrir íslenska landsliðið.

Magnús fagnar einum af fimm Íslandsmeistaratitlum sínum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.