Körfubolti

Sá efnilegasti til Nebraska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR.
Þórir hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. vísir/ernir

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, besti ungi leikmaður Domino's deildar karla á síðasta tímabili, mun leika með Nebraska háskólanum í vetur.

Jonathan Givony, ritstjóri vefsíðunnar DraftExpress.com, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.Nebraska er stór skóli sem er í Big Ten deildinni. Nebraska hefur sjö sinnum komist í úrslitakeppni háskólaboltans, síðast árið 2014.

Þórir, sem er 19 ára, hefur leikið með meistaraflokki KR frá tímabilinu 2014-15 og þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu.

Á síðasta tímabili var Þórir með 10,2 stig, 3,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þórir lék sína fyrstu A-landsleiki á Smáþjóðaleikunum í sumar. Þá var hann í lykilhlutverki í U-20 ára landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM á Krít í síðasta mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.