Fordæmalausar breytingar á markaðnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 19:00 Hlutabréf Haga féllu í dag um rúmlega sjö prósentustig en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun eftir lokun markaða á föstudag, þar sem vísað var í harðnandi samkeppni. Félagið Hagar sem meðal annars rekur verslanir Hagkaupa og Bónuss er eina fyrirtækið á dagvörumarkaði sem er skráð á markað og þarf að tilkynna breytingar á rekstrarhorfum til Kauphallar. Á föstudagskvöld sendu Hagar frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að hagnaður félagsins eftir alla venjulega rekstrarliði fyrir tímabilið mars til ágúst verði um 20 prósent lægri en í fyrra. Í tilkynningunni segir að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. Kauphöllinn var opnuð í dag eftir helgarfrí og strax við opnun markaða tóku bréf Haga að falla. Nam heildarlækkun dagsins 7,2 prósentum. Þetta er í annað sinn síðan Costco var opnað sem Hagar senda frá sér afkomuviðvörun. Í þeirri fyrri sagði einnig að breytt markaðsstaða myndi hafa áhrif á reksturinn. Markaðsverð Haga hefur hríðlækkað eftir innreið Costco. Bréfin hafa lækkað um 28 prósent og markaðsvirði félagsins hefur dregist saman um 18,5 milljarða króna. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir breytingarnar sem eru að eiga sér stað vera fordæmalausar. „Það sem er að gerast á þessum markaði er fordæmalaust. Það eru að koma inn á þennan agnarsmáa íslenska markað tvö alþjóðleg risafyrirtæki. Fyrst opnaði Costco í maí og síðan mun H&M opna fyrstu af þremur búðum í þessum mánuði," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um áhrif verslanarisanna tveggja á Íslandi til framtíðar. „Það var eiginlega skrifað í skýin að áhrifin yrðu einhver til skemmri tíma en það er útilokað og ég held að enginn geti spáð því hver áhrifin verða þegar ár er liðið eða hálft ár," segir Andrés. Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Hlutabréf Haga féllu í dag um rúmlega sjö prósentustig en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun eftir lokun markaða á föstudag, þar sem vísað var í harðnandi samkeppni. Félagið Hagar sem meðal annars rekur verslanir Hagkaupa og Bónuss er eina fyrirtækið á dagvörumarkaði sem er skráð á markað og þarf að tilkynna breytingar á rekstrarhorfum til Kauphallar. Á föstudagskvöld sendu Hagar frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að hagnaður félagsins eftir alla venjulega rekstrarliði fyrir tímabilið mars til ágúst verði um 20 prósent lægri en í fyrra. Í tilkynningunni segir að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. Kauphöllinn var opnuð í dag eftir helgarfrí og strax við opnun markaða tóku bréf Haga að falla. Nam heildarlækkun dagsins 7,2 prósentum. Þetta er í annað sinn síðan Costco var opnað sem Hagar senda frá sér afkomuviðvörun. Í þeirri fyrri sagði einnig að breytt markaðsstaða myndi hafa áhrif á reksturinn. Markaðsverð Haga hefur hríðlækkað eftir innreið Costco. Bréfin hafa lækkað um 28 prósent og markaðsvirði félagsins hefur dregist saman um 18,5 milljarða króna. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir breytingarnar sem eru að eiga sér stað vera fordæmalausar. „Það sem er að gerast á þessum markaði er fordæmalaust. Það eru að koma inn á þennan agnarsmáa íslenska markað tvö alþjóðleg risafyrirtæki. Fyrst opnaði Costco í maí og síðan mun H&M opna fyrstu af þremur búðum í þessum mánuði," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um áhrif verslanarisanna tveggja á Íslandi til framtíðar. „Það var eiginlega skrifað í skýin að áhrifin yrðu einhver til skemmri tíma en það er útilokað og ég held að enginn geti spáð því hver áhrifin verða þegar ár er liðið eða hálft ár," segir Andrés.
Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira