Iceland Travel og Gray Line sameinast Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 08:30 Gray Line sérhæfir sig í hverskyns fólksflutningum. Þessi mynd er tekin úr einni norðurljósaferð fyrirtækisins. Vísir/ernir Icelandair Group mun eignast 70% í sameinuðu félagi Iceland Travel ehf. og Allrahanda GL ehf. sem er leyfishafi hópferðafyrirtækisins Gray Line Worldwide á Íslandi. Í tilkynningu til Kauphallarinnar nú í morgun kemur fram að samkomulag hafi náðst um sameiningu Iceland Travel og Allrahanda. Icelandair muni eiga 70% sem fyrr segir og hin 30% verða í eigu stofnenda Allrahanda og Akurs fjárfesting slhf. Yfirstjórn og rekstur félaganna er sögð í tilkynningunni verða sameinuð en að þjónusta verið áfram veitt undir sömu vörumerkjum og áður. Sameiningin er gerð með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Fram kemur í tilkynningunni að Velta Gray Line á árinu 2016 hafi numið 3,9 milljörðum króna og EBITDA hafi verið 0,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að heildarvelta sameinaðs félags á árinu 2017 verði tæplega 18 milljarðar króna. „Fyrirtækin hafa átt gott samstarf um árabil en hafa sérhæft sig með mismunandi hætti innan ferðaþjónustunnar“ segir í tilkynningunni.Góð tækifæri til markaðssetningar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og stjórnarformaður Iceland Travel segir í tilkynningunni að sameining félaganna sé afar jákvætt skref og styrki reksturinn til lengri tíma litið. „Bæði fyrirtæki eru í fremstu röð í íslenskri ferðaþjónustu og sameiningin gerir þeim kleift að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. Samkeppnin á markaðnum er mikil og Ísland og íslensk fyrirtæki eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er því afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að fyrirtækin leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Sameinað félag nær sem heild yfir stærri hluta af virðiskeðjunni í ferðaþjónustu en félögin sem einingar gerðu áður. Því fylgja áhugaverð tækifæri til áframhaldandi þróunar, enda víða spennandi hlutir að gerast í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Björgólfur. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line að sameining félaganna gefi þeim góð tækifæri til að halda áfram að markaðssetja Ísland sem áfangastað og þróa þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn, ekki síst á landsbyggðinni. „Það er mikil gerjun í íslenskri ferðaþjónustu og nauðsynlegt að fyrirtækin leggi áherslu á að uppfylla þær kröfur sem erlendir ferðamenn gera. Sameining fyrirtækjanna skapar sterkari stöðu til að uppfylla væntingar viðskiptavina og stuðla þannig að því að viðhalda góðu orðspori ferðaþjónustunnar,“ segir Þórir. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Icelandair Group mun eignast 70% í sameinuðu félagi Iceland Travel ehf. og Allrahanda GL ehf. sem er leyfishafi hópferðafyrirtækisins Gray Line Worldwide á Íslandi. Í tilkynningu til Kauphallarinnar nú í morgun kemur fram að samkomulag hafi náðst um sameiningu Iceland Travel og Allrahanda. Icelandair muni eiga 70% sem fyrr segir og hin 30% verða í eigu stofnenda Allrahanda og Akurs fjárfesting slhf. Yfirstjórn og rekstur félaganna er sögð í tilkynningunni verða sameinuð en að þjónusta verið áfram veitt undir sömu vörumerkjum og áður. Sameiningin er gerð með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Fram kemur í tilkynningunni að Velta Gray Line á árinu 2016 hafi numið 3,9 milljörðum króna og EBITDA hafi verið 0,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að heildarvelta sameinaðs félags á árinu 2017 verði tæplega 18 milljarðar króna. „Fyrirtækin hafa átt gott samstarf um árabil en hafa sérhæft sig með mismunandi hætti innan ferðaþjónustunnar“ segir í tilkynningunni.Góð tækifæri til markaðssetningar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og stjórnarformaður Iceland Travel segir í tilkynningunni að sameining félaganna sé afar jákvætt skref og styrki reksturinn til lengri tíma litið. „Bæði fyrirtæki eru í fremstu röð í íslenskri ferðaþjónustu og sameiningin gerir þeim kleift að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. Samkeppnin á markaðnum er mikil og Ísland og íslensk fyrirtæki eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er því afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að fyrirtækin leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Sameinað félag nær sem heild yfir stærri hluta af virðiskeðjunni í ferðaþjónustu en félögin sem einingar gerðu áður. Því fylgja áhugaverð tækifæri til áframhaldandi þróunar, enda víða spennandi hlutir að gerast í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Björgólfur. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line að sameining félaganna gefi þeim góð tækifæri til að halda áfram að markaðssetja Ísland sem áfangastað og þróa þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn, ekki síst á landsbyggðinni. „Það er mikil gerjun í íslenskri ferðaþjónustu og nauðsynlegt að fyrirtækin leggi áherslu á að uppfylla þær kröfur sem erlendir ferðamenn gera. Sameining fyrirtækjanna skapar sterkari stöðu til að uppfylla væntingar viðskiptavina og stuðla þannig að því að viðhalda góðu orðspori ferðaþjónustunnar,“ segir Þórir.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira