Glamour

Guðdómleg heimilislína frá Gucci

Ritstjórn skrifar
Eitt heitasta tískuhús í heiminum í dag er ítalska merkið Gucci með Alessandro Michele í farabroddi sem hefur tekið merkið og farið með það í nýjar hæðir. Og ekkert lát er þar á en Gucci tilkynnti nýverið á Instagram að væntanleg væri heimilis- og húsbúnaðarlína frá Gucci. 

Aðdáendur merksins geta því farið að skreyta heimilis með fögrum munum, sem eru bæði litríkir og með munstrum í anda Gucci. Stólar, borð, skilrúm, bakkar, púðar og krukkur. 

Fagurt er það!


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.