Glamour

Ekkert photoshop hjá ASOS

Ritstjórn skrifar
Ein stærsta netverslun heims, ASOS, er hætt að nota Photoshop eða önnur myndvinnsluforrit til að lagfæra slit, ör eða önnur húðeinkenni. Hefur fyrirtækið fengið mjög góða athygli út á þetta og hafa margir ánægðir viðskiptavinir tjáð sig um þetta á samfélagsmiðlum.

Mörg fyrirtæki hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir of mikla lagfæringu á fyrirsætum sínum og er þetta skref hjá ASOS mjög jákvætt, enda myndirnar miklu eðlilegri fyrir vikið. 






×